Laugardagur, 21. apríl 2007
Sólbrekka laugardaginn 21 apríl
Við feðgarnir risum úr rekju fyrir 08 í morgun til að gera okkur klára til að fara í Sólbrekku. "Mini mi" var að vísu löngu vaknaður og búinn að næra sig þegar að ég staulaðist framúr upp úr 07:30 og taldi mig vera alveg nógu snemma í því að teknu tilliti til að það er laugardagur. En svo var nú aldeilis ekki að mati Ólivers. Við græjuðum hjólin á kerruna og hentum draslinu inn í bílinn og fórum að sækja Aron Leópoldsson (www.icemoto.com) sem ætlaði með okkur þennann dag. Yfir öllu var hálfgerð grámygla en hann hékk þó að mestu þurr fyrir utan smá skvettur hér og þar.
Brautin hefur látið töluvert á sjá frá því að fimmtudaginn og var orðin mjög skorin í drullukaflanum sem alltaf virðist myndast á sama stað í þessari braut, þ.e. í einni beygjunni sem kemur að einum pallinum áður en komið er að beinum kafla í átt að starthliðinum. Spurning hvort ekki hefði mátt hafa jarðvegsskipti að hluta á þessum 20-30 metra kafla sem verður alltaf eitt drullusvað. Þrátt fyrir þessa annmarka að þá var dagurinn bara skemmtilegur að vanda þegar maður fer að hjóla. Úthaldið er að aukast hjá manni og Óliver keyrir bara þangað til hann verður bensínlaus...
Það var óvenju fámennt í byrjun og við vorum nánast einir í brautinni þar til upp úr hádegi þegar loksins fólk fór að drífa að. En þá birtust meðal annars Aron, Karen og Örn E., en Óliver var búinn að bíða óþolinmóður eftir að þau birtust. Síðan kom Ágúst sem tók nokkur stökk á freestyle-pallinum og sýndi okkur smá "heelclicker" sem var flott að sjá.
Eitt vil ég koma að til aðstanda brautarinnar, eða VÍR, og það er að nýjasta útspil þeirra eftir lokapallinn áður en farið er yfir veginn er nánast út úr kú ef ég má komast svo að orði. Ég hreinlega skil ekki hvaða gagn er í að setja þetta á þessum stað þar sem ekki er aðstaðan til lendingar hinum megin við vegin glæsileg ef komið er á fartinu til að stökkva. Eins og þetta er byggt núna að þá er tölverðar líkur á því að slys eigi eftir að verða þarna á þessum stað og er það ekki bara álit mitt heldur allra sem voru þarna í dag.
Bloggvinir
Tenglar
Motocross síður
Ýmsir tenglar yfir motocross og keppnir
- www.ridingiceland.is Hjólaleiga fyrir innlenda sem og erlenda ferðamenn sem hafa áhuga að á kynnast landinu á hjóli. Endilega að kíkja á síðuna hjá honum Hafsteini
- Heimasíða VÍK Aðalsíðan í bænum. Upplýsingar um keppni, ástand brauta o.fl.
- KKA Akstursíþróttafélag Heimasíða KKA á Akureyri, margt fróðlegt
- RacerXill.com Ágætis síða um motorcross, keppnri og fleira
- AMA Motocross Official heimasíða AMA motocross
- FMX - freestyle Góð síða með upplýsingum um freestyle motocross
- Motocross Action Magazine Vefur útgáfanda Motocross Action Magzine
- TransWorld Motocross Ýmis fróðleikur um motocross og keppnir í gangi
- Dirtbikerider Heimasíða útgefanda DirtBikeRider, margt fróðlegt um motocross og enduro
- Dirtbike Off-Road Upplýsingar um hjól, hjólatest o.fl.
- Supercross.cc Mjög góð síða með upplýsingar um Supercross, miða á netinu o.fl.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.5.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar