Sumardagurinn fyrsti og vonandi ekki sá síðasti...

Í dag er sumardagurinn fyrsti, hvernig sem menn fóru nú að því í "den" að ákveða allt í einu að nákvæmlega þessi fimmtudagur skyldi vera upphafið að sumrinu.  En það verður þó að segjast að það rættist bara nokkuð vel úr þessum degi.  Það var að vísu skítkalt í morgun og fraus vetur og sumar saman í nótt eins og fyrrgreindir spekingar mæla með og halda vart vatni yfir.  Við feðgarnir, þar sem við erum einir í búinu, ákváðum að skella okkur í Sólbrekku eftir að Óli H. G. hringdi í okkur í gær og tjáði okkur að hluti af 85cc liði Team Nitro Kawasaki myndi vera það við æfingar í morgun.  Við vorum að vísu ekki eins morgunbrattir og oftast áður, enda þurfti nú að týna ýmislegt til þar sem eitt og annað var farið úr skorðum við utanlandsferð mæðgana.  Við tókum með okkur farþega, þar sem aldrei þessu vant var laust pláss á kerrunni og kom Haraldur jr. með okkur suður eftir. 

Við vorum komnir á staðinn um 11 leytið og var farið að hlýna, en þó ekki nema 3°C.  Sólbrekkubrautin var einungis í þokkalegu ástandi þrátt fyrir vinnu síðustu daga af hendi VÍR og er frosti síðustu nætur fyrst og fremst um að kenna, en eitthvað vantar ennþá upp á að frostið sé horfið að fullu úr brautinni.  Fyrri hlutinn er þó sínu verri en sá síðari sem er í ágætasta standi.  Þrátt fyrir misskiptingu gæða brautarinnar, að þá skemmtum við feðgar okkur ágætlega í dag.  Hjólin urðu að vísu ógeðsleg, en "hei!", þetta er ekki kallað sport drullumallarana fyrir ekki neitt  Þegar leið á daginn að þá keyrði ég alla vega eingöngu síðari helming brautarinnar vegna aurbleytu.  Jói, sonur Óla, hafði það af að slíta kúplingsbarka og verður að segjast að þessum dreng eru ýmsir hæfileikar gefnir umfram aðra, eða í það minnsta að slíta hluti eins og mjög sterkar keðjur o.fl...Smile  Óli faðir hans var svona mishrifinn af uppátækinu þar sem þetta kallaði af viðgerð af hans hálfu, en þetta fylgir við notkun þessara hjóla.  En fyrir vikið sat hann hjá meira og minna allan tíman sem aðrir drengir voru að hjóla og hefði sumir sýnt meiri bræði en þessi drengur gerði.

Við pökkuðum svo saman upp úr 2 leytið og þá loksins var eitthvað farið að tygjast inn á svæðið af fólki.  En það kom okkur feðgum á óvart hversu fámennt var þennann morgun þar sem "jú", fólk var í fríi.  Við skiluðum Haraldi jr. af okkur og þrifum svo hjólin með stæl eins og okkur er von og vísa.  Þar sem veðrið, þrátt fyrir ekki hátt hitastig, var með besta móti að þá hlakkar okkur feðgum verulega orðið til framhaldsins í sumar og vonum að þetta verði eitt stórt alls herjar hjólasumar hjá fjölskyldunni þetta árið.  Þannig að við endum þetta með klassískum frasa, "gleðilegt sumar".

Eitt verð ég þó að minnast á í lokin.  Við höfum verið að sjá nokkuð af ungum ökumönnum, bæði stelpum og strákum, án viðeigandi skóbúnaðar.  Eins ánægður og ég er með nýliðun í sportinu að þá eru það ansi blendar tilfinningar að sjá þetta lið með allt nýtt, hjálm, búning og hjól en láta svo jafn mikilvægt atriði sitja á hakanum eins og skórnir eru.  Skora ég á þetta unga fólk sem og aðstandendur þeirra til að hysja upp um sig brækurnar í þessum efnum og gleyma ekki að hlífðarbúnaðurinn er ef eitthvað er mikilvægari en hjólið.  Einnig hef ég orðið töluvert var við umferð "pitbike" og annarra crosshjóla í vallarhverfi í Hafnarfirði og vill ég koma því til skila til þeirra sem eiga í hlut að sú umferð er með öllu óheimil þar sem hjólin eru ekki götuskráð og þið eruð ekki að gera ykkur né öðrum hjólamönnum neinn greiða með slíkri hjólamennsku á gangstéttum og stígum bæjarins.  Ef eitthvað er, að þá aukið þið andúð samborgara og þeirra sem gefa heimildir fyrir slíkum ökutækjum til muna sem geta leitt til aukinnar reglugerða með boðum og bönnum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Sverrir Jónsson
Sverrir Jónsson
Ég heiti Sverrir Jónsson.  Helsta áhugamál mín eru motocross, veiðar, útivist o.fl.
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband