On the road again...

Jæja, það er búið að vera smá frí hjá manni.  En við feðgarnir neyddumst til að fara erlendis til að hlúa að föður mínum sem er víst ansi framlágur þessa dagana.  Frúin og dóttir eru úti á Spáni að hjóla með Teddu, Hauk, Össa og einhverjum fleirum á Alicante svæðinu.  Þær fóru í gær.  Mér skilst að Björk hafi nú þegar slegið í gegn með einhverju óvæntu "flugatriði".  Hún slapp lifandi úr því og mér skilst að eftirá hafi verið mikið hlegið.  Margrét er búinn að fá sína eldskírn og detta einu sinni hressilega, en lifði það víst líka af.  Töluverður stigsmunur á brautum hér heima og úti og eru brautirnar úti miklu grafnari heldur en hér heima fyrir utan að vera harðari.  En það verður gaman að fá myndir af þessu ævintýri þegar þær koma og mjög líklega munu einhverjar rata á vefinn við tækifæri.

Við feðgarnir erum sem sagt einir í búinu og ætlum að reyna að fara að hjóla í fyrramálið.  Stefnan er sett á Sólbrekku en það gæti breyst yfir í Þykkvabæ.  Fer eftir veðri og vindum.  Það verður ansi kalt á morgun, eða um frostmark, og gæti brautin í Sólbrekku verið ansi hörð fyrir vikið.  En það á allt eftir að koma í ljós.  Ég óska hjólafólki gleðilegs sumars frá og með morgundeginum og vona að þetta verður snjólétt sumar... Tounge


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Sverrir Jónsson
Sverrir Jónsson
Ég heiti Sverrir Jónsson.  Helsta áhugamál mín eru motocross, veiðar, útivist o.fl.
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband