Þriðjudagur, 10. apríl 2007
Jíbbí! Sólbrekkubrautin að komast í gagnið
Jæja, við létum undan þrýstingi Margrétar og fórum í Sólbrekkubrautina í dag. Ég var svona hæfilega bjartsýnn á að hún væri í lagi þar sem hitastigið var ekki nema 2°C og ég vissi af tveimur drullupollum sem við þessar aðstæður gætu verið frosnir. En þegar við komum að brautinni leit hún rosalega vel út. Að vísu var bara hluti af henni í notkun þar sem verið var að vinna í henni, en vá hvað hinn hlutinn leit vel út. Ég dauðsá eftir að hafa ekki tekið hjólið mitt með, en verð að viðurkenna að ég er ennþá hálflemstraður eftir ferðina í gær í brautina við Þorlákshöfn og ekki líklegur til stórra afreka. En í staðin kom Ingibjörg með og þar með var öllum plássum á kerrunni lofað. Brjálaða Bína, eða sú sem gengur undir nafninu "halti haninn" þessa dagana sökum "hnjasks" á vinstra fæti, hvíldi sig skv. læknisráði.
Spenningur krakkana var mikil við komuna og ekki leið á löngu þar til Óliver var komin út í braut. Var þetta í annað sinn sem hann fór í stóru brautina og það var ekki aftur snúið fyrir hann. Hann skemmti sér konunglega og stoppaði hreinlega ekki. Margrét réð ekki við sér yfir kæti að Sólbrekka skyldi vera komin í gagnið þar sem þetta er uppáhalds brautin hennar, af öðrum ólöstuðum. Ekki leið á löngu þar til allir voru komnir af stað og hver hringurinn af fætur öðrum var hjólaður. Feðgarnir Haraldur og Haraldur birtust líka þarna, vona að ég muni nöfnin þeirra rétt..
Hvað sem líður að þá var þessi dagur hin mesta skemmtun og fékk maður smá sumarfíling, þrátt fyrir að vera töluvert dúðaður, á að komast í Sólbrekkubrautina. Krakkarnir eru strax farin að suða um að fá að fara í brautina aftur á morgun. VÍR þarf þó væntanlega að fá einhvern smá frið til að klára viðgerðina á henni, en þeir voru að vinna í henni á fullu þetta kvöld. Herr Jói Kef var líka á svæðinu og tók púlsinn á hlutunum. Hvað sem líður að þá verður þessi braut ofan á næstu daga hjá minni fjölskyldu, enda styðst að fara fyrir okkur. Ég er að vinna í að setja myndir frá í dag á netið, en hér er bein slóð á þetta síðasta albúm: http://www.sveppagreifinn.blog.is/album/Solbrekka10april/
Bloggvinir
Tenglar
Motocross síður
Ýmsir tenglar yfir motocross og keppnir
- www.ridingiceland.is Hjólaleiga fyrir innlenda sem og erlenda ferðamenn sem hafa áhuga að á kynnast landinu á hjóli. Endilega að kíkja á síðuna hjá honum Hafsteini
- Heimasíða VÍK Aðalsíðan í bænum. Upplýsingar um keppni, ástand brauta o.fl.
- KKA Akstursíþróttafélag Heimasíða KKA á Akureyri, margt fróðlegt
- RacerXill.com Ágætis síða um motorcross, keppnri og fleira
- AMA Motocross Official heimasíða AMA motocross
- FMX - freestyle Góð síða með upplýsingum um freestyle motocross
- Motocross Action Magazine Vefur útgáfanda Motocross Action Magzine
- TransWorld Motocross Ýmis fróðleikur um motocross og keppnir í gangi
- Dirtbikerider Heimasíða útgefanda DirtBikeRider, margt fróðlegt um motocross og enduro
- Dirtbike Off-Road Upplýsingar um hjól, hjólatest o.fl.
- Supercross.cc Mjög góð síða með upplýsingar um Supercross, miða á netinu o.fl.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.5.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar