Þorlákshöfn 9. apríl

Fjöskyldan brá sér í brautina í Þorlákshöfn í dag ásamt Sveinbirni og Ingibjörgu.  Veðrið var hið ágætasta í byrjun og brautin var mjög fín.  Eitthvað höfum við hjónin verið hálfskökk síðan úr Sóheimasandsferðinni þar sem við erum öll lurkum laminn eftir þessa ferð.  Björk er að vísu illa tognuð í nára síðan frá Sólheimasandi og hefði, ef hún hefði verið skynsöm, átt að hvíla sig í dag.  En eins og Haukur í Nitró sagði, "það er munur á því að vera klikkaður eða brjálaða Bína"... En í hans huga er brjálað Bína eftsta stig á klikkun sem Björk virðist svo sannarlega uppfylla...W00t  Björk afrekaði svo að detta á veiku löppina og var við það ennþá verri en hún var og getur nú nánast ekki gengið blessunin.  Nú þarf hún að hvíla sig hressilega ef hún ætlar að meika að fara til Spánar eftir 8 daga.  Ég komst að því að þótt ég sé búinn að vera að hjóla töluvert að þá skortir mig töluvert upp á æfingarúthald.

Margrét og Óliver stóðu sig ágætlega og Ingibjörg var spræk.  Gummi vinnufélagi og fjölskylda komu líka við og tóku nokkrar ryspur.  Þegar leið á daginn og við vorum að pakka saman, að þá byrjaði að rigna.  Við þökkuðum guði fyrir að hafa tekið saman í tíma en það tók litla 2 tíma að þrífa allt draslið eftir sandinn.  Þetta er að verða ansi rútínerað hjá okkur, en það tekur um það bil klukkutíma að gera allt klárt.  Síðan er náttúrulega ferðin til og frá staðnum, hjólað í 2-3 tíma með pásum, og svo komið komið heim og dótið hreinsað sem er aldrei orðið undir 2 tímum þegar maður er alltaf að þrífa 4 hjól.  Þannig að það fer bróðurparturinn af deginum í þetta dæmi hjá manni.  En ennþá finnst okkur þetta það skemmtilegt að við teljum þetta ekki eftir okku að stunda þetta af sama áhuga og við höfum gert upp á síðkastið.  Ég hlakka samt til þegar fleiri brautir verða tilbúnar til notkunar og hægt verður að vera fram eftir á kvöldin við að hjóla.  Svo fer líka að styttast í Klaustur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Sverrir Jónsson
Sverrir Jónsson
Ég heiti Sverrir Jónsson.  Helsta áhugamál mín eru motocross, veiðar, útivist o.fl.
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband