Föstudagur, 6. apríl 2007
Ferð á Sólheimasand 4-6 apríl
Óli hringdi í okkur fyrir nokkrum dögum og bauð okkur að koma með austur á sandana. Í ljósi þess hvernig var síðast, að þá þurftum við ekki að hugsa okkur um tvisvar. Við brunuðum austur um kvöldmatarleytið á miðvikudaginn og vorum komin austur að Eystri-Sólheimum rétt fyrir 10 um kvöldið. Fólk kom sér fyrir og svo spáði maður í hvenær best væri að leggja af stað morgunin eftir. Haukur og Tedda í Nítró ætluðu að koma á fimmtudagsmorgninum og þar sem hann vaknaði alltaf svo snemma, að þá yrði okkur ekki stætt á öðru en að koma okkur út í fyrra fallinu.
En það var Berglind "morgunhaninn" sem ræsti alla á fimmtudagsmorgni þar sem hún vildi fá sem mest út úr deginum þar sem hennar fjölskylda þurfti að bruna aftur í bæinn til að vera viðstödd fermingarveislu. Við vorum komin niður á sandana fyrir 10 þennann morgun og það var strax komin nettur fiðringur í mann fyrir að hjóla á þessu svæði. Veður var hið ágætasta en samt þó í kaldara lagi, eða hiti um 4°C. Fólk dreif sig í að gera sig klárt og þá kom í ljós kostir þess að Léo og fjölskylda höfðu komið á stórum sendibíl með lyftu og var það mjög þægilegt að geta stungið sér þar inn og klætt sig.
Svæðið brást ekki vonum manns frekar en fyrri daginn og þetta varð hin ágætasta skemmtun. Það er eitthvað fyrir alla á þessu svæði og geta þeir sem vilja leggja braut gert slíkt, þeir sem vilja "free ride" gert það og svo eru einnig góð gil sem hægt er að leika sér í. Þetta er t.d. frábært svæði fyrir byrjendur. Haukur og Tedda birtust svo um 11 leytið og tóku strax til við að hjóla. Svona gekk þetta allan daginn. Fólk hjólaði út og suður og tók sér síðan smá pásur til að drekka kaffi eða fá sér eitthvað í gogginn. Í lok dags var farið til baka á bæinn þar sem við gistum og þar var slegið upp í heljarinnar grillveislu.
Við vorum ekki alveg jafnhress upp í morgun eins og í gærdag, en ýmist má því kenna um strengjum, ofáti eða kannski smá löngun til að slaka pínu á. Við vorum komin niður á sandana um 11 leytið. Veðrið var ekki síðra en í gær og eins og við mátti búast, að þá varð þetta mjög skemmtilegur dagur. En það átti eftir að koma í ljós að flestir höfðu misreiknað sig lítillega þegar kom að bensíni og vorum við eiginlega á allra síðustu dropunum þegar hætt var í lok dags. Haukur átti afmæli í dag og við sungum fyrir hann afmælissönginn. Þegar búið var að pakka öllu saman, að þá kom í ljós að bílinn hans Óla var orðin rafmagnslaus og sendibílinn hans Leó líka. Þeir vinirnir lentu í einhverjum ævintýrum við að koma þessu í gang og náði þeir ekki að leggja af stað í bæinn fyrr en upp úr kl.22. En þá vorum við komin í bæinn og búin að þrífa allt dótið.
Ég vil að lokum þakka þessum skemmtilega og hressa hóp fyrir samveruna á söndunum og ekki síst honum Óla fyrir að standa fyrir þessu. Þessi hópur nær vel saman og er lítið vesen á fólki. Allir komnir til að njóta þess að vera til og allir boðnir og búnir til að hjálpa til ef eitthvað kemur upp á. Enn og aftur takk! Ég er byrjaður að tína einhverjar myndir á netið frá þessari ferð, en þar sem þetta er þvílíkur aragrúi mynda, 250 talsins, að þá tekur þetta smá tíma. Hér er bein slóð á myndirnar: http://www.sveppagreifinn.blog.is/album/Solheimasandur4-6april/
Bloggvinir
Tenglar
Motocross síður
Ýmsir tenglar yfir motocross og keppnir
- www.ridingiceland.is Hjólaleiga fyrir innlenda sem og erlenda ferðamenn sem hafa áhuga að á kynnast landinu á hjóli. Endilega að kíkja á síðuna hjá honum Hafsteini
- Heimasíða VÍK Aðalsíðan í bænum. Upplýsingar um keppni, ástand brauta o.fl.
- KKA Akstursíþróttafélag Heimasíða KKA á Akureyri, margt fróðlegt
- RacerXill.com Ágætis síða um motorcross, keppnri og fleira
- AMA Motocross Official heimasíða AMA motocross
- FMX - freestyle Góð síða með upplýsingum um freestyle motocross
- Motocross Action Magazine Vefur útgáfanda Motocross Action Magzine
- TransWorld Motocross Ýmis fróðleikur um motocross og keppnir í gangi
- Dirtbikerider Heimasíða útgefanda DirtBikeRider, margt fróðlegt um motocross og enduro
- Dirtbike Off-Road Upplýsingar um hjól, hjólatest o.fl.
- Supercross.cc Mjög góð síða með upplýsingar um Supercross, miða á netinu o.fl.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.5.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já, flottur hópur sem nær fádæma vel saman - sérstaklega gaman hvað unglingsstelpugengið nær vel saman. Annars er Berglind hörðust af okkur öllum, fékk sms frá þeim í gær - "á leið í bústað með öll hjólin."
Það er pent orðað að það hafi verið ævintýri að koma sendibílnum í gang, við þurftum að ná rafgeymunum úr honum, fara með þá uppá Eystri Sólheima, hlaða þá, fara með þá niður á sand aftur, setja í bílinn sem var mikið bras....en svo líka flaug hann í gang!
Ég myndi vilja leggja til að við fjórir "höfuð fjölskyldnanna" - Sverrir, Leó, Jón Emil og ég, tækjum nokkrar stífar brautaræfingar fljótlega, það moka allir aðrir yfir okkur í brautunum af því að við erum alltaf að gera svo margt annað í þessum ferðum en að hjóla....
Vil þakka Sverri sérstaklega fyrir dugnað við myndatökur, þetta er FRÁBÆRT!!
Óli G.
Ólafur H. Guðgeirsson (IP-tala skráð) 8.4.2007 kl. 11:08