Þriðjudagur, 3. apríl 2007
Brautin var geðveik í Þorlákshöfn síðasta sunnudag...
Hananú! Maður fær orðið skammir fyrir að koma ekki með fréttir af ferðalagi helgarinnar...:o) En við fórum í Þorlákshöfn bæði laugardag og sunnudag um síðustu helgi. En töluverðar lagfæringar hafa staðið yfir á brautinni og ánægjulegt til þess að vita að góð samvinna sé á milli VÍK og vélhjóladeild umf. Þórs. En fyrir þá sem það ekki vita að þá Hjörtur "Líklegur" að vinna í brautinni í þrjá daga ásamt félgasmönnum vélhjóladeild umf. Þórs, enda Bolalda á kafi og eina sportið sem hefði verið hægt að stunda var JetSki. Það skilaði sér heldur betur þar sem brautin var hryllilega skemmtileg á sunnudaginn og áttum við hjónin einn skemmtilegast hjóladag ársins í Þorlákshöfn. Ég og Sveinbjörn fórum hvern hringinn á fætur öðrum og skemmtum okkur konunglega. Björk er sífellt að verða ákveðnari á gjöfinni og hefur það virkað sem vítamínsprauta á hana þar sem öryggið virðist hreinlega hafa aukist við meiri inngjöf.
Margrét var ekki alveg eins heppin þar sem hún datt og við höggið koma eitthvað fyrir í gírkassanum þannig að hún festist í fyrsta gír. Þannig að ekki varð eins mikið úr hennar degi eins og okkar. Og svona til að fullkoma þennann dag hvað hjólaskemmdir snertir að þá prjónaði Óliver yfir sig og braut afturbrettið. Ferlega fyndið að heyra hann lýsa þessu. Að sumu leyti montinn að hafa prjónað en sært stolt fyrir að hafa farið yfir sig og hvað þá að hafa brotið brettið. Þannig að þetta var svona haltu mér, slepptu mér samband.
Það var gaman að sjá að Bryndís er byrjuð að hjóla aftur eftir handleggsbrot frá Spáni og Einar, pabbi hennar, var komin á nýtt KTM250SXF. Þannig að nú er karlinn komin með bæði enduro og motocrosshjól.
Eitthvað af myndum var tekið á laugardaginn, en engar á sunnudaginn þar sem ég var mjög svo upptekinn við að hjóla. Ég hef ekki sett neinar myndir inn ennþá, en reikna með að gera það næstu daga. Nú er bara stefnan sett á að reyna hjóla um páskana. En að lokum vil ég þó koma þakklæti til fólksins í vélhjóladeild umf. Þórs fyrir að reyna að halda brautinni lifandi. Þetta er ekkert auðvelt í sjálfboðaliðastarfi og mikið gert af hugsjón.
Bloggvinir
Tenglar
Motocross síður
Ýmsir tenglar yfir motocross og keppnir
- www.ridingiceland.is Hjólaleiga fyrir innlenda sem og erlenda ferðamenn sem hafa áhuga að á kynnast landinu á hjóli. Endilega að kíkja á síðuna hjá honum Hafsteini
- Heimasíða VÍK Aðalsíðan í bænum. Upplýsingar um keppni, ástand brauta o.fl.
- KKA Akstursíþróttafélag Heimasíða KKA á Akureyri, margt fróðlegt
- RacerXill.com Ágætis síða um motorcross, keppnri og fleira
- AMA Motocross Official heimasíða AMA motocross
- FMX - freestyle Góð síða með upplýsingum um freestyle motocross
- Motocross Action Magazine Vefur útgáfanda Motocross Action Magzine
- TransWorld Motocross Ýmis fróðleikur um motocross og keppnir í gangi
- Dirtbikerider Heimasíða útgefanda DirtBikeRider, margt fróðlegt um motocross og enduro
- Dirtbike Off-Road Upplýsingar um hjól, hjólatest o.fl.
- Supercross.cc Mjög góð síða með upplýsingar um Supercross, miða á netinu o.fl.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.5.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar