"Skreppitúr" í Þorlákshöfn, 27 mars

Það var ákveðið, með stuttum fyrirvara, að fara í Þorlákshöfn þar sem það var flott gluggaveður.  Þegar heim var komið og dótið komið á sinn stað út í bíl, að þá kom í ljós að eitt og annað vantaði eins og t.d. olíu fyrir 4T.  Ég gerði heiðarlega tilraun til að versla þetta á næstu bensínstöð Olís, en eins og svo margir hjólamenn á undan mér hafa upplifað að þá er nánast ekkert til á þessum bensínstöðum lengur nema sælgæti og gos.  Þannig að ég brenndi á Esso í Ártúnsbrekkunni og þar var þetta til.  En allar þessar æfingar töfðu för okkar út úr bænum um rúmar 25 mín. 

Upp við Litlu kaffistofu var komin snjókoma og hélst hún þar til við komum niður úr Þrengslunum og það glitti í Þorlákshöfn.  Jæja, við létum okkur samt hafa það og brunuðum í brautina.  Fámennt var þar, eins og gefur að skilja miðað við aðstæður, en samt var létt lundin á þeim sem fyrir voru. 

Ég hef komist að því að það er líklegast enginn stofn hjólamanna jafn klikkaður og íslenski stofninn, þar sem þeir fara nánast út í hvaða veðri sem er og hjóla við aðstæður sem fáir myndu sætta sig við.  Brautin var skemmtileg, en þung.  Þetta var ,þrátt fyrir hálf nöturlegar aðstæður, skemmtileg ferð.  Keli og Helgi sonur hans komu þegar við vorum hálfnuð með okkar tíma og tóku þeir létta syrpu í brautinni.  Helgi fékk að prufa hjólið hans Kela og þótti mikið til koma, og þá sérstaklega um Race Tech-ið sem er í hjólinu hans Kela.  Honum fannst hreint út sagt æðislegt að þurfa ekki fara neðar en í þriðja gír í beygjur og svo bara láta sig vaða. 

Á heimleiðinni trúðum við vart okkar augum.  En á meðan við vorum að hjóla var nánast komin jafnfallinn 10 cm. lag af snjó í Þrengslunum og fór vaxandi.  Skyggnið ekki upp á marga fiska þarna uppi og lagaðist ekki fyrr en komið var að afleggjaranum að Silungarpolli.

Jæja, hef þetta ekki lengra, en nokkrar myndir má sjá beint á þessari slóð: http://www.sveppagreifinn.blog.is/album/Skreppur27mars/ 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Sverrir Jónsson
Sverrir Jónsson
Ég heiti Sverrir Jónsson.  Helsta áhugamál mín eru motocross, veiðar, útivist o.fl.
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband