Þriðjudagur, 27. mars 2007
Þjófnaður í heimahúsum, myndavélakerfi til varnar?
Því miður hefur eitthvað borið á því að afar óvandaðir einstaklingar hafa verið að fara inn í húsnæði þar sem menn hafa verið að geyma hjólabúnað sinn og stela öllu lauslegu. Þetta er þróun sem erfitt virðist vera að stoppa og þessi andskotar virðast vera samviskulausir sem er skítsama um þó þeir valdi öðrum fjárhags og/eða tilfinningatjóni. Góðkunningi minn, Óli, lendi í þessum raunum um daginn og þar kom berlega í ljós vanmáttur lögreglu og yfirvaldsins til að gera eitthvað í þessum málum þrátt fyrir að viðkomandi þjófur/-ar skyldu greinileg ummerki eftir sig sem gáfu afar sterklega til kynna hver þeir væru. Hvar er nú öll þessi CSI tækni sem verið er að sýna í sjónvarpinu?
En hvað er til ráða fyrir venjulegt fólk eins og þig og mig? Hvað getum við gert, við sem borgum heiðarlega fyrir þá hluti sem við eigum og notum, gegn þessum aðilum sem eru svo illa gefnir að þeir víla sér ekki við að nota illa fengna hluti hvar og hvenær sem er? Ein leið sem hægt er að fara í og er í raun ekki mjög dýr framkvæmd í ljósi verðmæta sem menn liggja oft með, er uppsetning myndavéla. Þá er ég ekki að tala um rándýrar eftirlitsmyndavélar sem öryggisfyrirtæki bjóða upp á, þó þær séu vissulega ágætar ef menn eru tilbúnir í slíka fjárfestingu. Heldur er ég að tala um einfaldar og tiltölulega ódýrar vefmyndavélar frá framleiðendum eins og t.d. Cisco Linksys.
Sú vél sem t.d. kemur til greina er WVC200, sem er Wireless PTZ Internet Camera with Audio Flexible remote controlled Wireless Video solution. Kosturinn við þessa vél er að hún er með hreyfiskynjara sem fer sjálfkrafa í gang um leið og hún verður var við hreyfingu. Þegar hún nemur þessa hreyfingu að þá getur hún sjálfvirkt sent SMS skeyti, eða sent stuttar videoskrár á 4 mismunandi netföng í einu. Þar fyrir utan, að þá getur notandinn "loggað" sig inn á vélina frá sínum vinnustað eða hverri tölvu sem er og skoðað ástandið eða hvað sé um að vera. Þar fyrir utan, getur myndavélin farið á sjálfvirka upptöku og vistað allt sem fyrir framan hana verður, þannig að hægt er að skoða upptökuna seinna meir og hugsanleglega leggja fram hjá lögreglu vegna málsóknar.
Hver er ávinningurinn af slíkum búnaði? Vissulega leysir þessi búnaður ekki hugarfar þeirra "gáfumanna" sem stunda þjófnað og tryggir heldur ekki að þeir muni ekki fara inn í þitt húsnæði. En þessi búnaður gerir viðvart um leið og eitthvað gerist ásamt því að þú, sem eigandi, hefur undir höndum upptökur af atburðinum sem gæti leitt til sakfellingar þessara einstaklinga. Ávinningurinn gæti því orðið sá að þeir misstu áhuga á að stela hjólabúnaði þar sem þeir vissu að eftirlit er til staðar sem gæti leitt til sakfellingar og hugsanlega greiðslu skaðabóta.
Fyrir áhugasama að þá er hægt að skoða um þessa vél á heimasíðu Opinna kerfa, http://www.ok.is/fyrirtaeki/vorur/WVC200/default.aspx, en einnig er hægt að skoða viðhengi með þessu bloggi til nánari upplýsinga. En verð á svona vél er í kringum 27-28 þ.kr. út úr búð og er það verðgildi eins mótorhjólahjálms... Einnig ráðlegg ég fólki sem er með meira en eitt hjól á sínum snærum að leita tilboða hjá öryggisfyrirtæki um heimagæslu, og jafnvel leita tilboða þó það sé ekki með hjól þar sem innbrot er ekkert annað en átroðningur á einkalífi þess sem fyrir því verður.
Bloggvinir
Tenglar
Motocross síður
Ýmsir tenglar yfir motocross og keppnir
- www.ridingiceland.is Hjólaleiga fyrir innlenda sem og erlenda ferðamenn sem hafa áhuga að á kynnast landinu á hjóli. Endilega að kíkja á síðuna hjá honum Hafsteini
- Heimasíða VÍK Aðalsíðan í bænum. Upplýsingar um keppni, ástand brauta o.fl.
- KKA Akstursíþróttafélag Heimasíða KKA á Akureyri, margt fróðlegt
- RacerXill.com Ágætis síða um motorcross, keppnri og fleira
- AMA Motocross Official heimasíða AMA motocross
- FMX - freestyle Góð síða með upplýsingum um freestyle motocross
- Motocross Action Magazine Vefur útgáfanda Motocross Action Magzine
- TransWorld Motocross Ýmis fróðleikur um motocross og keppnir í gangi
- Dirtbikerider Heimasíða útgefanda DirtBikeRider, margt fróðlegt um motocross og enduro
- Dirtbike Off-Road Upplýsingar um hjól, hjólatest o.fl.
- Supercross.cc Mjög góð síða með upplýsingar um Supercross, miða á netinu o.fl.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.5.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar