Vika 12

Jæja, þá er þessi vika nánast öll.  Ekki var nú spennandi veður til hjólamennsku, en við höfðum það þó af að fara á sunnudaginn í Þorlákshöfn.  Þetta leit ágætlega út til að byrja með, en þegar leið á rigndi orðið ansi hressilega.  Er vægt til orða tekið að tala um að maður hafi verið hundvotur og draslið var hreint út sagt ógeðslegt.  Löðrandi í sandi og drullu.  Brautin var mjög þung og nokkuð töluvert skorin, en samt var þetta bara mjög gaman.  Það þarf nú náttúrulega ekki að spyrja hvernig aðalspennufíklinum leið, en Björk skemmti sér konunglega eins og alltaf.  Anna, vinkona Margrét kom með okkur og Sveinbjörn og fjölskylda komu líka og þar á meðal Solla.  Örn og Karen komu þarna einnig og svo voru nokkrir aðrir útvaldir eins og Valdi o.fl.

En dótið var viðbjóðslegt og bílinn var löðrandi í sandi og skít.  Við vorum í rúma þrjá tíma að þrífa upp eftir okkur skítinn.  Þegar það var búið, var maður búinn að fá nóg.  En þegar þetta er skrifað er maður samt farinn að spá í hvenær maður eigi að fara næst og hvert.  Ég er alvarlega að komast á þá skoðun að Landroverinn er eiginlega of fínn í þetta.  Ekki það að ég tími ekki að nota bílana mína í það sem ég geri, þvert á móti að þá hefur það aldrei verið vandamál.  En samt, að þá er þetta eiginlega of dýr bíll í þessa vitleysu. 

En nóg af nöldri.  Ég tók nokkrar myndir og er ein mjög skemmtileg syrpa af Björk þar sem hún dettur með glans.  Sú myndasyrpa heitir "vagg og velta"... Grin  Hér er bein slóð á þetta myndaalbúm: http://www.sveppagreifinn.blog.is/album/Vika12/ góða skemmtun!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Sverrir Jónsson
Sverrir Jónsson
Ég heiti Sverrir Jónsson.  Helsta áhugamál mín eru motocross, veiðar, útivist o.fl.
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband