Sunnudagur, 18. mars 2007
Vika 11
Jæja, þá er þessi vika senn að enda. Ekki voru nein stórkostleg afköst í hjólavirkni þessa vikuna sökum veðurs, en það hefur svo sem ekki farið framhjá neinum að snjór hefur meira og minna legið yfir landinu síðustu daga. Þar fór sumarspáin hans Hauks fyrir lítið og verður hann ekki ráðin á veðurstofuna ef ég mætti ráða...:o) Óliver er búinn að vera lasinn alla vikuna og er það líka ein ástæðan fyrir rólegheitum fjölskyldunnar hvað hjólamál snertir.
Annars var Björk duglegust af okkur, eins og fyrri daginn, og fór hún ásamt Árna vinnufélaga á laugardaginn. Veður var ágætt framan af en síðan fór að snjóa með látum. Á sunnudag fórum við öll, nema ég og Óliver sátum hjá og var ég eins og fyrri daginn á bakvið myndavélina. Haukur setur stórt spurningarmerki við hjónaband mitt þar sem frúin virðist vera á útopnu en ég sit hjá. Ég benti honum góðfúslega á að ég væri húsbóndinn á mínu heimili. Ég réði hvort ég vaskaði upp fyrst, eða skúraði...:o)
Ég verð nú að fara leysa þessi kerrumál eitt skipti fyrir öll, en það er að verða mest hamlandi þáttur hjá fjölskyldunni varðandi hjólamennskuna. Jæja, ætla ekki að orðlengja þetta meir. Hér eru nokkrar myndir sem hægt er að fara inn á og skoða frá viku 11: http://www.sveppagreifinn.blog.is/album/Vika11/
Annars auglýsi ég orðið eftir hluta af Team Nitro Kawasaki! Það er alltaf sama fólkið sem mætir á þessar æfingar hjá Nitró og alltaf sami hlutinn sem mætir ekki. Kannski er maður bara svona bráður og skilur ekki að fólk skuli ekki hjóla á þessum árstíma. En með hækkandi sól og vonandi hærra hitastigi, að þá munu þeir sem hafa dregið sig í skel koma fram með tilheyrandi hvelli.
Bloggvinir
Tenglar
Motocross síður
Ýmsir tenglar yfir motocross og keppnir
- www.ridingiceland.is Hjólaleiga fyrir innlenda sem og erlenda ferðamenn sem hafa áhuga að á kynnast landinu á hjóli. Endilega að kíkja á síðuna hjá honum Hafsteini
- Heimasíða VÍK Aðalsíðan í bænum. Upplýsingar um keppni, ástand brauta o.fl.
- KKA Akstursíþróttafélag Heimasíða KKA á Akureyri, margt fróðlegt
- RacerXill.com Ágætis síða um motorcross, keppnri og fleira
- AMA Motocross Official heimasíða AMA motocross
- FMX - freestyle Góð síða með upplýsingum um freestyle motocross
- Motocross Action Magazine Vefur útgáfanda Motocross Action Magzine
- TransWorld Motocross Ýmis fróðleikur um motocross og keppnir í gangi
- Dirtbikerider Heimasíða útgefanda DirtBikeRider, margt fróðlegt um motocross og enduro
- Dirtbike Off-Road Upplýsingar um hjól, hjólatest o.fl.
- Supercross.cc Mjög góð síða með upplýsingar um Supercross, miða á netinu o.fl.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.5.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar