Aðalfundur AÍH í gær

Jæja, fyrir þá sem ekki vita að þá var aðalfundur AÍH í gær.  En ljóst er að það er farið að lifna aftur í gömlum glæðum og komu á fundinn bæði rallýcrossfólk, götubifhjólamenn sem og torfæruhjólamenn.  Rallýcrossdeildinn var endurvakinn og verður forvitnilegt að sjá hvað kemur út úr því.  Jafnframt var stofnuð ný deild, "Götubifhjóladeild", sem mun fara með málefni "road-racera" og almennra götubifhjóla.  Var mikill hugur í þeim mönnum sem komu þarna inn og verður spennandi að sjá hvað kemur út úr þeirri deild.  Ég óska hinum nýju meðlimum alls hins besta og velfarnaðar innan AÍH.  Að síðustu var nafni vélhjóladeildar AÍH breytt í "torfærudeild" þar sem með tilkomu "götubifhjóladeildar" þótti þetta nafn endurspegla miklu frekar það starf og þá einstaklinga sem þar eru saman komnir.   Ég óska nýrri stjórn AÍH og stjórn hverrar deildar alls hins besta.

Mál málana var samt nýja svæðið sem AÍH á að fá úthlutað skv. nýjasta deiliskipulaginu og allir bíða spenntir eftir.  En tillaga að deiliskipulagi þar sem akstursíþróttafólki hefur verið úthlutað ákveðnu svæði liggur nú fyrir hjá bænum og verður kosið að hluta til um hana í kosningum sem margir kalla nú í dag "Álverskosningarnar".  Ef deiliskipulagið verður samþykkt, að þá liggur fyrir að hægt verði að kalla eftir framkvæmdarleyfi frá bænum svo framarlega þetta rúmist innan aðalskipulagi bæjarins.  Vá hvað þetta hljómar allt steikt, ef ég má orða það svo.  Jæja, engu að síður að þá eru úrslit kosninga tengd áformum AÍH um uppbygginar á þessu svæði og ljóst að ef deiliskipulagið verður fellt að þá munu verða enn frekari tafir á uppbyggingu svæðisins fyrir akstursíþróttafólk.

Fyrir þá sem hafa áhuga, að þá geta þeir skoðað núverandi tillögu að aksturssvæðinu skv. deiliskipulagi í viðhengi með þessari bloggfærslu.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Sverrir Jónsson
Sverrir Jónsson
Ég heiti Sverrir Jónsson.  Helsta áhugamál mín eru motocross, veiðar, útivist o.fl.
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 376273

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband