Fimmtudagur, 15. mars 2007
Aðalfundur AÍH í gær
Jæja, fyrir þá sem ekki vita að þá var aðalfundur AÍH í gær. En ljóst er að það er farið að lifna aftur í gömlum glæðum og komu á fundinn bæði rallýcrossfólk, götubifhjólamenn sem og torfæruhjólamenn. Rallýcrossdeildinn var endurvakinn og verður forvitnilegt að sjá hvað kemur út úr því. Jafnframt var stofnuð ný deild, "Götubifhjóladeild", sem mun fara með málefni "road-racera" og almennra götubifhjóla. Var mikill hugur í þeim mönnum sem komu þarna inn og verður spennandi að sjá hvað kemur út úr þeirri deild. Ég óska hinum nýju meðlimum alls hins besta og velfarnaðar innan AÍH. Að síðustu var nafni vélhjóladeildar AÍH breytt í "torfærudeild" þar sem með tilkomu "götubifhjóladeildar" þótti þetta nafn endurspegla miklu frekar það starf og þá einstaklinga sem þar eru saman komnir. Ég óska nýrri stjórn AÍH og stjórn hverrar deildar alls hins besta.
Mál málana var samt nýja svæðið sem AÍH á að fá úthlutað skv. nýjasta deiliskipulaginu og allir bíða spenntir eftir. En tillaga að deiliskipulagi þar sem akstursíþróttafólki hefur verið úthlutað ákveðnu svæði liggur nú fyrir hjá bænum og verður kosið að hluta til um hana í kosningum sem margir kalla nú í dag "Álverskosningarnar". Ef deiliskipulagið verður samþykkt, að þá liggur fyrir að hægt verði að kalla eftir framkvæmdarleyfi frá bænum svo framarlega þetta rúmist innan aðalskipulagi bæjarins. Vá hvað þetta hljómar allt steikt, ef ég má orða það svo. Jæja, engu að síður að þá eru úrslit kosninga tengd áformum AÍH um uppbygginar á þessu svæði og ljóst að ef deiliskipulagið verður fellt að þá munu verða enn frekari tafir á uppbyggingu svæðisins fyrir akstursíþróttafólk.
Fyrir þá sem hafa áhuga, að þá geta þeir skoðað núverandi tillögu að aksturssvæðinu skv. deiliskipulagi í viðhengi með þessari bloggfærslu.
Bloggvinir
Tenglar
Motocross síður
Ýmsir tenglar yfir motocross og keppnir
- www.ridingiceland.is Hjólaleiga fyrir innlenda sem og erlenda ferðamenn sem hafa áhuga að á kynnast landinu á hjóli. Endilega að kíkja á síðuna hjá honum Hafsteini
- Heimasíða VÍK Aðalsíðan í bænum. Upplýsingar um keppni, ástand brauta o.fl.
- KKA Akstursíþróttafélag Heimasíða KKA á Akureyri, margt fróðlegt
- RacerXill.com Ágætis síða um motorcross, keppnri og fleira
- AMA Motocross Official heimasíða AMA motocross
- FMX - freestyle Góð síða með upplýsingum um freestyle motocross
- Motocross Action Magazine Vefur útgáfanda Motocross Action Magzine
- TransWorld Motocross Ýmis fróðleikur um motocross og keppnir í gangi
- Dirtbikerider Heimasíða útgefanda DirtBikeRider, margt fróðlegt um motocross og enduro
- Dirtbike Off-Road Upplýsingar um hjól, hjólatest o.fl.
- Supercross.cc Mjög góð síða með upplýsingar um Supercross, miða á netinu o.fl.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.5.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 376273
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar