Vikan sem er að líða...

Jæja, það er nú helling sem búið er að vera að gera hjá fólkinu þessa vikuna þótt bloggsíðan hafi ekki verið mikið uppfærð í samræmi við það.  Við höfum líka verið að hjóla í öllum tegundum veðurs sem hægt er að hugsa sér.  Frá því að vera í sól og blíðu, í öskrandi rigningu og í það að vera snjóstomur og skemmtileg heit.  Já, það er óhætt að segja að fjölskyldan hafi virkilega notað vikuna sem er að líða til að hjóla.

Mánudagurinn: Björk, Margrét og Karen fóru í þrekpróf til Keflavíkur.  Þær komu svona "allt í lagi" út og ljóst er að þær geta bætt sig mikið.  Það var nokkuð áhugvert það sem sá sem tók prófin sagði, en hann tapaði smá "credibility" þegar hann "gúffaði" svo í sig tveimur Pepsi Max, samloku og súkkulaðistykki...Smile  Stúlkurnar höfðu þó fullan hug á að taka athugasemdir hans til greina og reyna að bæta sig.

Þriðjudagurinn: Farið var óvænt í Þorlákshöfn eftir vinnu þar sem veðrið var glimrandi og liggur við að maður hafi verið komin í sumarfíling þarna.  Haukur lýsti því hátíðlega yfir að nú væri sumarið komið.  Við skulum ekkert vera að ræða það hvort að hann hafi haft rétt fyrir sér eður ei og látum veðrið tala sínu máli.  Brautin var bara í þokkalegu ástandi en var orðin nokkuð grafinn.  Greinilegt að skortur á tækjabúnaði og sú takmörkun sem svona sjálboðaliðastarf hefur í för með sér hamlar því að brautin sé ekki betri.  En samt, alltaf gaman að koma í Þorlákshöfn á brautina og í raun ein af fáum sem hægt er að fara í að staðaldri miðað við árstíma.  Þeir mættu samt alveg stækka bílastæðið við tækifæri.

Föstudagurinn: Farið aftur óvænt eftir vinnu, eftir að Tedda, Björk, Haukur og ég vorum búinn að rugla nóg í hvort öðru til þess að rokið væri af stað.  Veðrið í bænum var glimrandi, en það gekk á með skúrum fyrir austan fjall.  Nýbúið var að laga brautina, en ótrúlegt en satt að þá var nánast hvítt yfir jörðu eftir snjókomu síðustu daga.  Þar fór sumarspáin hans Hauks fyrir lítið.  Fyrir vikið var brautin nokkuð þung og erfið.  En hvað get ég sagt, ég stóð bara hjá og tók myndir ásamt því að innbyrða kaffi.  Brunað var í bæinn til að ná Supercross á Sýn og var hún mjög svo skemmtileg þetta kvöldið.

Laugardagurinn: Farið var í Þykkvabæ og var mætt á Esso í Ártúnsbrekkunni rétt fyrir 10.  Árni, vinnufélagi minn, hafði komið kvöldið áður og náð í hjólið mitt svo allir í fjölskyldunni hefðu hjól.  En fyrir þá sem ekki vita að þá er hjólakerran mín sprungin og komast eingöngu 3 hjól af fjórum í einu á núverandi kerru.  Kerrumálin eru vinnslu og munu skýrast á næstunni.  En okkur leist svona hæfilega á blikuna.  Það hafði byrjað að snjóa að töluverðum krafti um nóttina sem leið og allt var hvítt.  Þegar á Hellisheiðina var komið var flughálka, en þegar komið var niður Kambana að þá var autt frá Hveragerði og austur úr.  Þetta veðurfar á Íslandi er svo skrýtið að það hálfa væri nóg.  En fín mæting var í Þykkvabæinn og var þetta hin mesta skemmtun.  Þetta er að verða nokkrar kjarnafjölskyldur sem mæta nánast alltaf, og svo eru aðrir sem stoppa við og við.  Veðrið var bara ágætt miðað við spár og naut fólkið útiverunnar á hjólunum til hins ýtrasta.  Þyrla Landhelgisgæslunnar flaug yfir okkur í tvígang í um það bil 15-20 metra hæð og var það tilkomumikill sjón.  Við vorum þarna fram eftir degi og þegar við loksins lögðum í hann heim um rúmlega þrjú, að þá var skollinn á stórhríð og hvessti hratt.

Eins og sést á þessu, að þá hefur fjölskyldufólkið verið bara nokkuð duglegt að nýta sér hjólin þessa viku, en við neyðumst til að taka frí á morgun (sunnudag) vegna körfuboltamóts sem Óliver er að taka þátt í. 

En ég vildi þó í lokin koma sérstöku þakklæti til Teddu og Hauks í Nitró fyrir élju þeirra og dugnað fyrir að fara um hverja einustu helgi með fólki og hjóla með öllum þeim sem áhuga hafa.  Allir velkomnir...  Haukur er duglegur að segja til og fara ófáar mínútur hjá honum við að segja fólki til, ef það hefur áhuga á að hlusta og tekur tilsögn.  Sérstaklega eru þau dugleg við að sinna yngstu iðkendunum og eiga þau mikið lof fyrir þolinmæði sína.  Margur myndi hugsa meira eingöngu um sinn rass og skipta sér ekki af öðrum.

Ég tók nokkrar myndir sem ég er búinn að setja inn.  Hægt er að sjá þær með því að fara beint á þennann link: http://www.sveppagreifinn.blog.is/album/Vika11/  eða fara í myndalbúmið og skoða það nýjasta. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Sverrir Jónsson
Sverrir Jónsson
Ég heiti Sverrir Jónsson.  Helsta áhugamál mín eru motocross, veiðar, útivist o.fl.
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 376273

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband