Róleg helgi, 3-4 mars

Þessi helgi bara nokkuð róleg hvað hjólamennsku varðar.  Við fórum bara að hjóla á laugardaginn, ekkert á sunnudaginn...  En það hefur orðið á venju hjá okkur að fara báða helgardagana að hjóla.  Í stað þess að hjóla á sunnudaginn var tekin sú ákvörðun að klára að líma þessu margblessuðu límmiðakitt sem við fengum á hjólin fyrir kvennalið Team Nitro Kawasaki.  En höfðum líka löggilta afsökun þar sem amma Bjarkar, amma Gunna, átti afmæli og að sjálfsögðu sáum við okkur fært að fækka eitthvað af kökum hjá henni.  Ekki mátti ég vita til þess að eitthvað af þeim færi til spillis...Smile 

Þetta er ekkert smá seinlegt og mjög illa skorið af þeim sem framleiddu þetta kitt.  Alla vega blótaði ég þeim nokkru sinnum í sand og ösku og hefði ég einhverju ráði á ákveðnum tímapunkti, að þá hefðu ég gefið upp hnitinn hjá þessum framleiðanda fyrir US Army til sprengjuæfinga...  Spurning á hverju þessir herramenn (eða konur) voru þegar þetta var skorið.

Framundan er þrekpróf fyrir dömurnar á morgun og verður gaman að sjá hvernig þær koma úr því.  Vonandi verður Margrét orðin hressari en hún var í dag, en hún er búin að vera hálfslöpp blessunin.  En fyrir þá sem vilja sjá síðustu myndirnar frá helginni, að þá getið þið farið á eftirfarandi slóð: http://www.sveppagreifinn.blog.is/album/Helgin3-4mars/ en það eru ekki mjög margar myndir í þetta sinn.  Letinn að drepa mann...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Sverrir Jónsson
Sverrir Jónsson
Ég heiti Sverrir Jónsson.  Helsta áhugamál mín eru motocross, veiðar, útivist o.fl.
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 376273

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband