Helgin, 23-25 febrúar

Jæja, þá er þessi helgi liðin.  Við fórum í Þykkvabæ í gær, laugardag, og voru aðstæður sæmilegar nema að það var helst til of mikið sandrok og þá sérstaklega þegar leið á daginn.  En þá var ekki hægt að horfa orðið beint upp án þess að skýla andlitinu og maður hreinlega beið eftir því að bílinn væri orðin það vel sandblásinn að það hefði verið hægt að fara með hann beint í sprautun.  Við stöldruðum ekki mjög lengi við þar, vegna aðstæðna og fórum heim til að þrífa hjólin.  Þátttaka í þessari æfingu Nitró var ekki stórkostleg, eða um 15 hjól þegar mest var.

Sunnudagurinn!  Fórum í Þorlákshöfn í dag ásamt Sveinbirni, Tobbu, Leó og Ingibjörgu.  Það voru kjöraðstæður á staðnum og brautinn var bara nokkuð góð.  Það var meiri fjöldi þarna heldur en í Þykkvabæ og margir keyrðu mjög flott.  Valdi og Ásgeir voru þarna ásamt Heiðari og Sölva.  Einnig voru þarna fleiri ökumenn sem ég kann ekki nánari deili á, en margir af þessu gaurum keyrðu lista vel og sýndu mér að langt er í land hjá mér...:o)   Björk verður allta öruggari og öruggari og finnst þessi braut mjög skemmtileg. 

Ég tók nokkrar myndir frá þessari helgi og bein slóð er: http://www.sveppagreifinn.blog.is/album/Helgin23-25februar/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Sverrir Jónsson
Sverrir Jónsson
Ég heiti Sverrir Jónsson.  Helsta áhugamál mín eru motocross, veiðar, útivist o.fl.
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 376273

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband