Miðvikudagur, 21. febrúar 2007
Að byrja í motocrossi, hvað þarf að hafa í huga.
Það er eitt og annað sem fólk þarf að athuga ef það fær áhuga á þessari íþrótt. Eitt er að langa að prófa og annað að láta það verða að veruleika. Það fyrsta sem menn verða að hafa í huga er sú upphæð sem viðkomandi er tilbúinn að eyða í startið, þ.e. heildarkostnað við fatnað, hjól o.fl. Sú upphæð getur að sjálfsögðu verið mjög breytileg og fer eftir því hvort viðkomandi ætlar að stunda þetta af kappi eða svona í og með. Þegar upphæðin hefur verið ákveðin, að þá kemur forgangsröðin:
- Öryggisbúnaður - þetta er algjört lykilatriði fyrir alla iðkendur íþróttarinnar án tillit til hvort um byrjenda eða lengra komin sé að ræða. Iðkandinn á ekki að spara við sig í öryggisbúnaði og ætti að kaupa sér alla þá mögulegu vörn sem völ er á. Öryggisbúnaður er hjálmur, skór, brynjur með brjóst-, axla- og hryggvörn, olnboga- og hnéhlífar, nýrnabelti svo eitthvað sé nefnt. Hægt er að kaupa sér heila brynju sem er í senn brjóst-, axla- og hryggvörn ásamt að vera með olnbogahlífar og nýrnabelti.
- Hjól - þetta er næsta mál á dagskrá og er þá spurning hvort að viðkomandi vill kaupa sér nýtt og ónotað hjól eða notað. Ef viðkomandi hefur takmörkuð fjárráð að þá mæli ég frekar með því að hann eyði meira í góðan öryggisbúnað og kaupi sér notað hjól fyrir afganginn frekar en að kaupa sér nýtt hjól og lélegan eða sama sem engan öryggisbúnað. Það er alltaf hægt að skipta um hjól en þú skiptir ekki um ónýta öxl og brotinn hrygg. Kaupið ekki of kraftmikið hjól í byrjun, þ.e. veljið ekki of stórt hjól miðað við getu þar sem það getur leitt til slyssa vegna þess að viðkomandi ökumaður ræður ekki við farartækið og þá er betur heima setið.
- Fatnað - litur á galla er í raun aukatriði en að sjálfsögðu fer þetta eftir smekk manna. Gallinn sem slíkur gerir mann ekki að góðum ökumanni og gallinn hefur í sjálfu sér ekki mikið varnagildi. Því er þetta liður 3 í þessari upptalningu þar sem þetta á ekki að vera aðalfókus hjá þeim sem er að byrja í sportinu.
- Klúbbur - til að geta stundað þessa íþrótta með löglegum hætti að þá skiptir miklu máli að ganga í löglegan klúbb þar sem viðkomandi kemst í brautir og getur hugsanlega fengið leiðsögn. Það er þó hægt að komast í brautir án þess að ganga í klúbba, en með reglulegri ástundun að þá er það hagstæðara að vera löggildur félagi þar sem að þá styrkir þú félagsstarf sem gætir þinna hagsmuna.
- Límmiðakit - það getur verið gott upp á vörn á plastinu á hjólinu og auðveldar að mörgu leyti þrif, fyrir utan að setja skemmtilegan karekter á hjólið. Þetta atriði er í raun það síðasta sem hafa þarf að hafa í huga við ástundun og skiptir minnstu máli.
Það eru svo sem fleiri atriði sem hafa þarf í huga, eins og að hvernig ætlar viðkomandi að koma hjólinu á milli brauta en það gerist ekki án bifreiðar og hugsanlegrar kerru. Varðandi búnað að þá er hægt að gera ágætis kaup í notuðum búnaði, hvort sem um er að ræða öryggisbúnað, hjól og fatnað. Einnig getur það verið gott ráð til að athuga hvort að þetta sport eigi við mann að fá lánaðan búnað og hjól og prófa ef þið eruð í aðstöðu til þess. Þetta er ekki fyrir alla, en mín reynsla er sú að flestir verða "húkt" á þetta. Svo fyrir alla muni SPYRJIÐ. Það er fólk, bæði iðkendur og fólk í verslunum, sem er meira en tilbúið að svara helstu spurningum er þessu tengast og því meiri upplýsinga sem er aflað, því meiri líkur á að þú/þið takið skynsamlega ákvörðun í þessu málum. Einnig þarf að huga vel að viðhaldi hjólsins og því betur sem því er sinnt, því minni líkur á slysum eða dýrari viðhaldsaðgerðum seinna meir vegna vanrækslu.
Hver er svo rétti aldurinn til að byrja? Í raun sem allra fyrst. Krökkum er þetta eðlislægara heldur en okkur sem eldri erum og auðveldara að leiðbeina þeim. En við, sem komin erum af allra léttasta skeiði, lesum betur línur í brautir og höfum meiri reynslu af að meta hraða annarra iðkenda og erum því að mörgu leyti fljótari að átta okkur á hættum heldur en þau sem yngri eru. En umfram allt stundið þetta eingöngu á löglegum svæðum og hafið gaman af þessu. Þetta er tímafrekt sport, ef stundað er af kappi, en mjög skemmtilegt og gefandi.
Bloggvinir
Tenglar
Motocross síður
Ýmsir tenglar yfir motocross og keppnir
- www.ridingiceland.is Hjólaleiga fyrir innlenda sem og erlenda ferðamenn sem hafa áhuga að á kynnast landinu á hjóli. Endilega að kíkja á síðuna hjá honum Hafsteini
- Heimasíða VÍK Aðalsíðan í bænum. Upplýsingar um keppni, ástand brauta o.fl.
- KKA Akstursíþróttafélag Heimasíða KKA á Akureyri, margt fróðlegt
- RacerXill.com Ágætis síða um motorcross, keppnri og fleira
- AMA Motocross Official heimasíða AMA motocross
- FMX - freestyle Góð síða með upplýsingum um freestyle motocross
- Motocross Action Magazine Vefur útgáfanda Motocross Action Magzine
- TransWorld Motocross Ýmis fróðleikur um motocross og keppnir í gangi
- Dirtbikerider Heimasíða útgefanda DirtBikeRider, margt fróðlegt um motocross og enduro
- Dirtbike Off-Road Upplýsingar um hjól, hjólatest o.fl.
- Supercross.cc Mjög góð síða með upplýsingar um Supercross, miða á netinu o.fl.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.5.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 376273
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar