Upptaka fyrir Kastljósþátt sjónvarpsins

Í dag fór fram sjónvarpsupptaka af hálfu RÚV fyrir Kastljósið í Þorlákshöfn.  Í þetta sinn átti að fjalla eingöngu um kvenkyns ökumenn og því safnaði Tedda í Nitró eins mörgum saman og hún gat á þeim stutta tíma sem hún hafði til þess.  Það var mæting í Þorlákshöfn um 14:30 og urðum við fyrst á svæðið.  Fljótlega fóru hinar stelpurnar að týnast á svæðið og áður en varði var ekki þverfótað fyrir fjallmyndalegum kvenkyns ökumönnum.  Tilgangur þessarar þáttar er mér ennþá hulin ráðgáta, en mjög líklega er umfjöllunin um þann gífurlega vöxt kvenna í þessari íþróttagrein sem margir tengja eingöngu karlkynið við.  Maður verður bara að bíða spenntur eftir Kastljósi, en það átti að gera tilraun til þess að klippa þetta niður og sýna á morgun.  Ef það næðist ekki, að þá yrði það sýnt á næstu 3 dögum.  Þannig að maður verður límdur við sjónvarpið til þess að sjá hvernig útkoman varð af þessari upptöku og hvernig umfjöllunin verður.

Jæja, hvað sem því líður að þá tók ég fullt af myndum í þessari ferð og hef ákveðið að setja brot af þeim á netið.  En þar sem plássið er að verða lítið á síðunni, að þá verður þetta ekki nema lítið sýnishorn af öllum þeim myndum sem ég tók sem voru vel á annað hundrað.  Ef einhverjir hafa sérstakan áhuga að fá allar myndir af sér sendar til sín t.d. í tölvupósti að þá getur hinn sami haft samband við mig í sverrir.ok@simnet.is en bein slóð á myndirnar er http://www.sveppagreifinn.blog.is/album/KastljosthatturRUV/ 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Sverrir Jónsson
Sverrir Jónsson
Ég heiti Sverrir Jónsson.  Helsta áhugamál mín eru motocross, veiðar, útivist o.fl.
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 376273

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband