Sunnudagurinn í brautinni í Þorlákshöfn

Ekki er hægt að segja að veðurguðirnar hafi leikið við okkur í dag eins og í gær.  Það var þungt yfir og ringdi nánast allan tímann sem við vorum á svæðinu.  Það var búið að nýskafa brautina, þannig að hún var bara í þokkalegu standi fyrir utan pollana sem höfðu stækkað ef eitthvað var frá því deginum áður vegna úrkomu.  Við vorum ein á svæðinu í einhvern tíma þar til Hans Pétur og sonur hans Pétur birtust á svæðinu og hjóluðu með okkur.  Gunni og Össi í Nitró mættu á svæðið rétt fyrir brottför okkar og einhverjir fleiri voru á leiðinni á svæðið.

Þetta gekk bara ágætlega í dag og dagamunur á frammistöðu Bjarkar í brautinni.  Var hún farinn að ná því að fara í  erfiðustu beygjurnar án þess að detta, enda var hún orðin ákveðnari á gjöfinni og ef þetta var eitthvað vandamál að þá bjó hún bara til nýja braut fyrir sig...Smile  Það kom mér á óvart hvað Margrét virtist eiga létt með að hjóla í brautinni í ljósi þess að hún hefur ekki verið mjög dugleg að hjóla upp á síðkastið og allt að því sýnt þessu lítin áhuga.  Sveinbjörn stóð sig mjög vel og er ljóst að hann er nokkuð seigur á hjólinu, en hann var í raun að fara í fyrsta sinn í braut í dag.  Óliver var letinn uppmáluð og var ekki á því að fara út í þessa blessaða rigningu.

Ég er að bæta við nokkrum myndum í albúmið í dag og ættu þær allar að verða komnar inn í lok dags.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Sverrir Jónsson
Sverrir Jónsson
Ég heiti Sverrir Jónsson.  Helsta áhugamál mín eru motocross, veiðar, útivist o.fl.
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 376273

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband