Sunnudagur, 18. febrúar 2007
Sunnudagurinn í brautinni í Þorlákshöfn
Ekki er hægt að segja að veðurguðirnar hafi leikið við okkur í dag eins og í gær. Það var þungt yfir og ringdi nánast allan tímann sem við vorum á svæðinu. Það var búið að nýskafa brautina, þannig að hún var bara í þokkalegu standi fyrir utan pollana sem höfðu stækkað ef eitthvað var frá því deginum áður vegna úrkomu. Við vorum ein á svæðinu í einhvern tíma þar til Hans Pétur og sonur hans Pétur birtust á svæðinu og hjóluðu með okkur. Gunni og Össi í Nitró mættu á svæðið rétt fyrir brottför okkar og einhverjir fleiri voru á leiðinni á svæðið.
Þetta gekk bara ágætlega í dag og dagamunur á frammistöðu Bjarkar í brautinni. Var hún farinn að ná því að fara í erfiðustu beygjurnar án þess að detta, enda var hún orðin ákveðnari á gjöfinni og ef þetta var eitthvað vandamál að þá bjó hún bara til nýja braut fyrir sig... Það kom mér á óvart hvað Margrét virtist eiga létt með að hjóla í brautinni í ljósi þess að hún hefur ekki verið mjög dugleg að hjóla upp á síðkastið og allt að því sýnt þessu lítin áhuga. Sveinbjörn stóð sig mjög vel og er ljóst að hann er nokkuð seigur á hjólinu, en hann var í raun að fara í fyrsta sinn í braut í dag. Óliver var letinn uppmáluð og var ekki á því að fara út í þessa blessaða rigningu.
Ég er að bæta við nokkrum myndum í albúmið í dag og ættu þær allar að verða komnar inn í lok dags.
Bloggvinir
Tenglar
Motocross síður
Ýmsir tenglar yfir motocross og keppnir
- www.ridingiceland.is Hjólaleiga fyrir innlenda sem og erlenda ferðamenn sem hafa áhuga að á kynnast landinu á hjóli. Endilega að kíkja á síðuna hjá honum Hafsteini
- Heimasíða VÍK Aðalsíðan í bænum. Upplýsingar um keppni, ástand brauta o.fl.
- KKA Akstursíþróttafélag Heimasíða KKA á Akureyri, margt fróðlegt
- RacerXill.com Ágætis síða um motorcross, keppnri og fleira
- AMA Motocross Official heimasíða AMA motocross
- FMX - freestyle Góð síða með upplýsingum um freestyle motocross
- Motocross Action Magazine Vefur útgáfanda Motocross Action Magzine
- TransWorld Motocross Ýmis fróðleikur um motocross og keppnir í gangi
- Dirtbikerider Heimasíða útgefanda DirtBikeRider, margt fróðlegt um motocross og enduro
- Dirtbike Off-Road Upplýsingar um hjól, hjólatest o.fl.
- Supercross.cc Mjög góð síða með upplýsingar um Supercross, miða á netinu o.fl.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.5.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 376273
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Íþróttir
- Við viljum stíga á bensíngjöfina
- Goodison Park verður ekki rifinn
- Amorim borgar fyrir starfsmenn úr eigin vasa
- Halda kyrru fyrir hjá Haukum
- Yfirgefur franska liðið
- Víðir og Reynir sameinast ekki
- Fór í hjartaaðgerð eftir yfirlið
- Tólfti stjórinn á fimm og hálfu ári
- Dæmdur fyrir að bana eiginkonu sinni
- „Hjartað ætlaði út úr búningnum á tímabili“