Æfing í Þorlákshöfn í dag

Björk og Óliver brugðu sér á æfingu í dag í blíðskaparveðri til Þorlákshafnar.  Þetta er í fyrsta sinn sem við komum að þeirri braut og virkaði hún ágætlega en er víst nokkuð erfið, að sögn þeirra sem hafa prófað.  Ég get ekki dæmt þar sem ég er í pásu vegna rifbeinsbrots fyrir rúmum 2 vikum síðan.  Björk var að fara í fyrsta sinn í alvöru braut og gekk það svona þokkalega.  En það verður ekki tekið af henni að hún hélt áfram þrátt fyrir brambrölt og erfiðleika við að ræsa hjólið aftur eftir fall.  Óliver fór í púkabrautina sem er þarna og gekk bara nokkuð vel, en fataðist aðeins flugið þegar fleiri fóru í brautina.  En vegna sandsins og stærð hennar að þá getur verið erfitt að fara fram úr öðrum einstaklingum, hvort sem þeir eru á ferð eða stopp í brautinni.  Þetta er atriði sem þeir í klúbbnum á Þorlákshöfn mættu aðeins laga, en þetta svæði er nýtilkomið og margt sem á eftir að bæta þarna.  En þeir eru þó með púkabraut og er það meira heldur en hægt er að segja um sum hjólasvæði.

Það voru nokkrir í Team Nitro Kawasaki að æfa og má þar nefna Arnar, Aron, Karen, Aníta sem eru öll í 125cc flokki en Aníta er komin á KX250F hjól í stað KX125 hjólsins og líkar að sögn mjög vel.  Einnig var þarna Tedda, Össi, og feðgarnir Óli og Jóhannes o.fl. sem ég man ekki nöfnin í akkúrat núna.  Að sjálfsögðu voru þarna fleiri frá öðrum liðum sem sett sinn brag á daginn.  Veðrið var hreint út sagt frábært og hefðu aðstæður ekki getað verið betri nema ef stóri pollurinn í braut hefði verið þornaður upp.

Við ætlum að gera aðra tilraun að fara þangað á morgun og þá mun eitthvað fjölga í liðinu þar sem Sveinbjörn, Margrét o.fl ætla að mæta á svæðið.  Spáin fyrir morgundaginn er ekki eins góð en vonandi verður ekki rok og rigning.   Ég setti nokkrar myndir frá því í dag á netið, en ég mun bæta í þetta á morgun ef veður og aðstæður leyfa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

....Sverrir, Jói heitir reyndar Jóhannes.....

 Óli G.

Ólafur H. Guðgeirsson (IP-tala skráð) 18.2.2007 kl. 10:42

Höfundur

Sverrir Jónsson
Sverrir Jónsson
Ég heiti Sverrir Jónsson.  Helsta áhugamál mín eru motocross, veiðar, útivist o.fl.
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 376273

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband