Ný stjórn kosin í VÍK

Á aðalfundi VÍK, sem fram fór í gærkvöldi var kosin ný stjórn. Hrafnkell Sigtryggsson verður áfram formaður en með honum í stjórn munu næsta árið sitja Jóhann Halldórsson, Birgir Már Georgsson, Einar Sverrisson og Sverrir Jónsson (fjarstaddur).

Jæja, þá er prinsipið fallið sem maður hefur haldið á lofti síðustu ár en það er að láta ekki draga sig í stjórn nokkurs félags.  Ég var búinn að ákveða fyrir nokkru að hætta öllum afskiptum af stjórn þeirra félaga sem ég er meðlimur í eða hef áhuga á þar sem ástundun mín snerist fyrst og fremst um að hafa gaman af hlutunum.  Reynslan hefur kennt mér að málin eiga það til að verða full persónulega hjá aðilum sem ekki eru virkir sem félagsmenn, en hafa alltaf sterkar skoðanir á hlutnum án þess að vinnuframlag fylgi á bakvið.  En ég lét tilleiðast að ganga í stjórn VÍK eftir fortölur Kela formanns. 

Ég vil þó taka það skýrt fram að ég mun jafnframt verða áfram félagi í AÍH og geri miklar væntingar með það félag og það deiliskipulag sem verið er að kynna Hafnfirðingum þessa dagana.  En hagsmunir mínir sem hjólamanns eru tvímælalaust miklir þar sem öll fjölskyldan og fleiri ættingar stunda þessa íþrótt.  Því ákvað ég að vera aðili sem reynir að hafa áhrif í stað þess að sitja og tuldra út í horni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Sverrir Jónsson
Sverrir Jónsson
Ég heiti Sverrir Jónsson.  Helsta áhugamál mín eru motocross, veiðar, útivist o.fl.
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 376274

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband