Tiltekt nauðsynleg?

Jæja, þá er nú eiginlega komið að því að maður verður að fara að taka til í myndaalbúminu hjá sér.  Nú fer að styttast í nýtt tímabil og ætli maður verði ekki að búa til pláss fyrir nýrri myndir.  Ég hef verið að velta því fyrir mér hvernig ég á að skipta myndaalbúminu og er einn leið að setja hverja uppákomu fyrir sig í sér möppu, en einnig er það spurning um að skipta þessu niður á fjölskyldumeðlimi.  Það kemur í ljós. 

Svona til upplýsinga fyrir þá sem ekki vita, að þá byrjaði fjölskyldan í motocrossi um mitt síðasta ár.  Síðan hefur þetta orðið að helsta áhugamáli fjölskyldunnar.  Allar myndir á þessari síðu er frá því að við byrjuðum í þessu sporti og til dagsins í dag.  Í dag eru Margrét Mjöll, nr. 686, að keppa fyrir hönd Team Nitro Kawasaki á þessu ári í 85cc flokki kvenna.  Björk, húsmóðirinn á bænum og er nr. 656, mun einnig keppa í 125cc flokki fyrir sama lið og kalla þær sig "Big Mamas".  þannig að það er ljóst að það verður nóg að gera hjá fjölskyldunni næsta sumar.

Hvað sem því líður að á mun ég nota þessa síðu til að upplýsa þá sem hafa áhuga á framgang mála hjá þeim mæðgum í þessu sporti og þá sérstaklega fyrir þá sem búa erlendis.  Ættingar og vinir hafa kvartað yfir því að þessi síða innihaldi eingöngu upplýsinar um motocross, en ekki það sem við gerum dags daglega.  Til upplýsinga fyrir þá, að þá er þessi síða ekki hugsuð til að tala um hversdagslega hluti og heldur eingöngu um þetta áhugamál fjölskyldunnar, eða þar til annað áhugamál tekur við.  Þið verðið hreinlega að fyrirgefa ef ykkur finnst þetta full einhæft.  Eða eins og Frank Sinatra sagði:"That's life"....   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Sverrir Jónsson
Sverrir Jónsson
Ég heiti Sverrir Jónsson.  Helsta áhugamál mín eru motocross, veiðar, útivist o.fl.
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 376274

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband