Björk í fjörunni hjá Þykkvabæ

Við fórum í dag í Þykkvabæ í ágætis veðri og var mikil munur á því frá síðustu helgi.  Sandurinn í fjörunni var mun harðari heldur en síðast og var á köflum allt að því frosinn.  En ekki verður hægt að kvarta yfir aðstæðum til hjóliðkunnar þar sem veðrið lék við okkur þó hitastigið væri ekki hátt.  Björk var sú eina úr fjölskyldunni sem hjólaði í dag þar sem ég er rifbeinsbrotinn á tveimur síðan um síðustu helgi og krakkarnir voru fjarri góðu gamni.  Öll athyglin var því á Björk og er óhætt að segja að hún hafi nýtt sér þér það.  Ekki á hverjum degi sem við förum bara tvo út af fyrir okkur án þátttöku barnanna.  Björk er öll að koma til og verður sífellt öruggari og öruggari á hjólinu. 

Á staðnum voru nokkrir af starfsmönnum Nitró og má þar fyrst nefna Hauk, Teddu, Össa og Gunna.  Einnig var þarna Óli og sonur hans Jóhann sem varð fyrir því óláni að slíta keðjuna á hjólinu sínu eftir aðeins 15 mínútna dvöl á svæðinu.  Einnig voru nokkrir KTM gaurar og fólk á Yamaha sem ég kann ekki nánari deili á.  Ég setti nokkrar myndir á netið frá því í dag, en ég varð fyrir því óláni að ýta óvart á takka á vélinni sem gerði það að verkum að "autofocus" datt út.  Þannig að það voru yfir 40 myndum sem var hent eftir daginn, en nokkrar tókust þó ágætlega.  Hér er slóðin á myndirnar frá því í dag ásamt síðustu helgi: http://sveppagreifinn.blog.is/album/THykkvibaer/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Sverrir Jónsson
Sverrir Jónsson
Ég heiti Sverrir Jónsson.  Helsta áhugamál mín eru motocross, veiðar, útivist o.fl.
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 376274

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband