Laugardagur, 3. febrúar 2007
Þykkvibær á drungalegum laugardegi
Jæja, þá kom að því að ég dytti á nýja hjólinu mínu. Flaug ég 2x á hausinn á nákvæmlega sama stað í einni sandbrautinni með þeim afleiðingum í seinna skiptið að ég fór fram fyrir mig og fékk hjólið ofan á mig. Þannig að nú er maður búinn að fá þá eldskírn, en þetta fylgir þessu sporti og eftir á hlær maður af þeirri vitleysu sem maður gerði.
Aðstaðan í Þykkvabæ hefur sjálfsagt munað fífil sinn fegurri þar sem mikil grappi lá yfir síðustu 200 metrana niður að strönd og var það ansi þungfært. Í raun var ótrúlegt að engin bíll skyldi hafa fest sig þarna þar sem færið var erfitt og bleytan mikil. Ég veit ekki hvernig öllum gekk að komast frá svæðinu aftur en færið hafði að sjálfsögðu þyngst eftir því sem fleiri fóru þarna um. Staðurinn sjálfur er skemmtilegur og var mjög gaman að hjóla þar, eins og alltaf, nema fyrir utan veðrið sem var mjög hráslagaralegt og frekar kalt. Gekk á með slydduélum þannig að maður sá ekki út á köflum.
Ekki voru mjög margir á svæðinu, svona 30 hjól þegar mest var og greinilegt að veðrið hafði sett strik í mætinguna þennann daginn. Því miður hafði einn hjólamaður það af að viðbeinsbrotna og er það miður. Ég varð ekki vitni af þeim atburði og get því ekki tjáð mig um atburðarrásina.
Annars finnst mér það frábært að Þykkvibær skuli heimila okkur að stunda akstur á motocrosshjólum á þessu svæði og kann ég þeim bestu þakkir fyrir. Ekki á hverjum degi sem maður upplifir það að vera hjartanlega velkomin með hjólin og mætu aðrir taka þá sér til fyrirmyndar hvað þetta varðar. Enda ofsögum sagt af spjöllum og glannaskap þeirra sem stunda þessa íþótt. Alla vega verður ekkert annað snakk verslað á mínu heimli hér eftir nema Þykkvabæjarsnarl.
Bloggvinir
Tenglar
Motocross síður
Ýmsir tenglar yfir motocross og keppnir
- www.ridingiceland.is Hjólaleiga fyrir innlenda sem og erlenda ferðamenn sem hafa áhuga að á kynnast landinu á hjóli. Endilega að kíkja á síðuna hjá honum Hafsteini
- Heimasíða VÍK Aðalsíðan í bænum. Upplýsingar um keppni, ástand brauta o.fl.
- KKA Akstursíþróttafélag Heimasíða KKA á Akureyri, margt fróðlegt
- RacerXill.com Ágætis síða um motorcross, keppnri og fleira
- AMA Motocross Official heimasíða AMA motocross
- FMX - freestyle Góð síða með upplýsingum um freestyle motocross
- Motocross Action Magazine Vefur útgáfanda Motocross Action Magzine
- TransWorld Motocross Ýmis fróðleikur um motocross og keppnir í gangi
- Dirtbikerider Heimasíða útgefanda DirtBikeRider, margt fróðlegt um motocross og enduro
- Dirtbike Off-Road Upplýsingar um hjól, hjólatest o.fl.
- Supercross.cc Mjög góð síða með upplýsingar um Supercross, miða á netinu o.fl.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.5.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 376274
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Leitt að missa af þessu, við Jói sátum heima því hann er að drepast úr kvefi og öllu tilheyrandi. Sýnist reyndar að veðrið hafi ekki verið alveg það besta en við búum á Íslandi er það ekki.....
Við verðum með næst allavega.
Óli G.
Ólafur H. Guðgeirsson (IP-tala skráð) 4.2.2007 kl. 01:24