Miðvikudagur, 31. janúar 2007
Vagn eða sendibíll?
Það eru skiptar skoðanir um þá áætlun mína að fá mér lokaðan vagn sem hægt er að flytja og geyma hjól ásamt að bjóða upp á þann mögleika að sofa í. Hugmyndin er að flytja inn amerískan vagn sem er allt að 6 metrar á lengd og vegur, með full nýttri burðargetu sem er nánast aldrei, rúm 3 tonn. Sá vagn sem um ræðir hefur svefnpláss fyrir 6 og er í raun fullvaxta hjólhýsi með "ramp" sem opnar allan afturhluta vagnsins til að hægt verði að keyra beint inn í vagnin hjól. Hægt er að geyma/flytja allt að 4-5 hjól í þessum vagni og í honum er innbyggð bensínstöð ásamt háþrýstidælu.
Vissulega hefur sendibíll ákveðin hentugleika og meðfærileika sem vagnin hefur ekki, þ.e. þú verður alltaf að flytja vagnin á milli staða með því að nota tiltölulega öfluga bifreið. Á sendibílnum er allt tilbúið og maður einfaldlega ræsir bílinn og ekur af stað. En ég held að fólk verði að líta á hvaða hlutverki slíkur vagn á að hafa fyrir notandann. Fyrir mig snýst þetta um að sameina fjölskyldu áhugamál sem er bæði ferðalög innanlands og motocross. Vagnin getur virkað sem hjólhýsi eitt og sér og engin regla að þú verðir alltaf að taka hjólin með þér. En það er líka ekki það eina sem hann býður upp á.
Ef við hugsum okkur hefðbundinn júní dag í fyrra, að þá var farið strax eftir vinnu til að leyfa grísunum að hjóla. Júní var skítkaldur í fyrra og von bráðar vorum við, aðstandendurnir, að drepast úr kulda og flúðir inn í bíl í kaffisopann (þetta var áður en við eignuðumst hjól sjálf). Það var reynt að borða eitthvað á leiðinni upp eftir, eða þá að fólkið borðaði smurt brauð sem húsfrúin hafði upp á náð og miskun smurt ofan í liðið. Slíkur vagn býður upp á að fólk einfaldlega eldi og borði á staðnum, fyrir utan að geta hlýjað sér og leyft öðrum að njóta þess að setjast niður og drekka gott kaffi. En hugsunin er ekki eingöngu að nota slíkan vagn upp til að fara upp í Bolöldu eða aðrar brautir í nágrenninu. Nei, það á að nota slíkan vagn til að ferðast um landið með hjólin og hreinlega njóta þessa að leggjast út í nokkra dag og jafnvel vikur. Til slíkra hluta, finnst mér sendibíll (óinnréttaður) ekkert sérstaklega spennandi kostur. Einnig þar sem við erum fjögur í heimili, að þá þyrfti ég annað hvort að láta innrétta sendibílinn með bekk aftur í til að geta flutt alla í einum bíl eða fara á tveimur bílum. Það er hugmynd sem nýtur ekki náð í augum konu minnar og því er sendibíll ekki upp á pallborðið í þessum efnum og ljóst að við munum reyna við vagninn.
Bloggvinir
Tenglar
Motocross síður
Ýmsir tenglar yfir motocross og keppnir
- www.ridingiceland.is Hjólaleiga fyrir innlenda sem og erlenda ferðamenn sem hafa áhuga að á kynnast landinu á hjóli. Endilega að kíkja á síðuna hjá honum Hafsteini
- Heimasíða VÍK Aðalsíðan í bænum. Upplýsingar um keppni, ástand brauta o.fl.
- KKA Akstursíþróttafélag Heimasíða KKA á Akureyri, margt fróðlegt
- RacerXill.com Ágætis síða um motorcross, keppnri og fleira
- AMA Motocross Official heimasíða AMA motocross
- FMX - freestyle Góð síða með upplýsingum um freestyle motocross
- Motocross Action Magazine Vefur útgáfanda Motocross Action Magzine
- TransWorld Motocross Ýmis fróðleikur um motocross og keppnir í gangi
- Dirtbikerider Heimasíða útgefanda DirtBikeRider, margt fróðlegt um motocross og enduro
- Dirtbike Off-Road Upplýsingar um hjól, hjólatest o.fl.
- Supercross.cc Mjög góð síða með upplýsingar um Supercross, miða á netinu o.fl.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.5.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 376274
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar