Föstudagur, 26. janúar 2007
Viðhald hjóla og 10 þumalputtar
Nú er ég aðeins að taka hjólin í gegn á heimilinu. Að vísu er tvo hjól af fjórum splunkuný og því ekki mikið viðhald þar, nema að skipta um keðjur og setja Race Tech dempara í þau. Einnig er ég að láta lækka hjólið sérstaklega fyrir Björk þar sem hún er ekki nógu dugleg að taka Lýsi stelpan og er hætt að stækka. Gaman verður að sjá hvernig hún á eftir að fíla hjólið þegar það verður endanlega klárt, þ.e. full lækkað og með Race Tech dempara.
Margrétar hjól er á fara í gegnum töluverða endurnýjun og er hún að fá upphækkun á stýrið fyrir "Fat-bar" stýri og þar með einnig stýrið sjálft. Þetta þýðir að það verða ný handföng hjá henni og einnig fær hún AVS bremsu og kúplingshandföng. Ný keðja verður sett á hjólið og búið er að kaupa ný plöst, sem að vísu verður límt á límmiðakittin fyrir Team Nitro Kawasaki. Persónulega hefði ég verið hrifnari af þeim í upphaflegum litum, þ.e. með græna litnum áfram en stelpurnar ráða og því hefur fengið á sig þetta bleika yfirbragð. Einnig er verið að setja undir hjólið ný dekk og athuga með stimpilinn.
Að þessu upptöldu sést að hjólið hennar Margrétar er í töluverðri yfirhalningu. Þar sem ég er nú ekki þekktur fyrir að vera mikil vélvirki, að þá afráð ég að setja þetta í hendurnar á honum Gunna á verkstæði Nitró. Slíku fyrirkomulagi fylgja að sjálfsögðu kostir og gallar. Kostirnir eru að þetta verður gert rétt og allt eins og það á að vera. Gallarnir eru að sjálfsögðu þeir að ég þarf alltaf að greiða fyrir slíka þjónustu sem tikkar upp í kostnaðinn við að eiga og reka slík hjól. Já, það er vandlifað í þessum heimi og ég verð víst að eiga það við mig og almættið að hafa skapað mig með 10 þumalputta þegar kemur að viðgerðum á vélum.
Bloggvinir
Tenglar
Motocross síður
Ýmsir tenglar yfir motocross og keppnir
- www.ridingiceland.is Hjólaleiga fyrir innlenda sem og erlenda ferðamenn sem hafa áhuga að á kynnast landinu á hjóli. Endilega að kíkja á síðuna hjá honum Hafsteini
- Heimasíða VÍK Aðalsíðan í bænum. Upplýsingar um keppni, ástand brauta o.fl.
- KKA Akstursíþróttafélag Heimasíða KKA á Akureyri, margt fróðlegt
- RacerXill.com Ágætis síða um motorcross, keppnri og fleira
- AMA Motocross Official heimasíða AMA motocross
- FMX - freestyle Góð síða með upplýsingum um freestyle motocross
- Motocross Action Magazine Vefur útgáfanda Motocross Action Magzine
- TransWorld Motocross Ýmis fróðleikur um motocross og keppnir í gangi
- Dirtbikerider Heimasíða útgefanda DirtBikeRider, margt fróðlegt um motocross og enduro
- Dirtbike Off-Road Upplýsingar um hjól, hjólatest o.fl.
- Supercross.cc Mjög góð síða með upplýsingar um Supercross, miða á netinu o.fl.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.5.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 376274
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar