Kerrur o.fl. fyrir flutning á hjólum á milli staða

Hef mikið verið að spá og spekúlera með það hvernig maður á flytja hjól á milli staða hér á landi.  Er orðin langþreyttur á því að vera með hrein og fín hjól þegar maður leggur af stað, en þegar að brautina er komið að þá er hjólið/-in orðin vægast sagt ógeðsleg og löngunin til að planta sér á þau takmörkuð sökum skíts og saltdrullu.  Ég er sjálfur með opna kerru og þar sem fjölgun hjóla á heimilinu hefur verið slík, að þá er hún of lítil í dag.  Mín hugmynd hefur verið að finna lokaða kerru, með lás og tilheyrandi, með burðargetu fyrir 4 hjól.  Þannig að ég fór á stúfana hér heima og verð nú að segja að það að þetta er eintóm eyðimerkurganga. 

Úrvalið hér á landi er skelfilegt fyrir okkur hjólamenn.  Það eina sem er í boði hér heima eru hestakerrur og ljóst er að dýr yrði Hafliði allur.  Þvílíkt verð á þessum kerrum og ljóst er að munurinn á þeim sem ríða út truntum og þeim sem hjóla er gífurlegur, alla vega hvað fjárhag snertir.  Ein skitinn kerra fyrir fjóra hesta kostar litlar 1,4 m.kr. ný og þótti þetta mjög gott verð.  Annar bauð mér 3ja ára gamla kerru fyrir 4 hesta á 1,7 m.kr. og var hún frekar sjúskuð blessunin.  Ég spurði viðkomandi sölumann hvort það væri ekki allt í lagi heima hjá honum.  En það er ljóst að hestamenn víla sér ekki við því að punga út slíkum upphæð fyrir hestana sína.  Annað hvort er álagið á þessum vörum slíkt að það er ekki nokkru lagi líkt eða við kunnum ekki að versla inn að utan.  Ég geri ráð fyrir því fyrrnefnda.

Nú er svo komið að ég geri ráð fyrir að flytja inn sjálfur kerru að utan.  Endanlegt verð liggur ekki fyrir en ég get þó upplýst að verðið verður UMTALSVERT lægra heldur en hjá núverandi söluaðilum.  En allt þetta ferli hefur vakið upp spurningar hjá mér um afhverju þessum þætti hjólamennskunnar hefur verið svona lítið sinnt hér á landi.  Mér skilst að flutt hafi verið inn um 7-800 drullumallarar í fyrra og einhverjir af þessum aðilum þurfa þokkalegt flutningstæki fyrir sinn búnað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Sverrir Jónsson
Sverrir Jónsson
Ég heiti Sverrir Jónsson.  Helsta áhugamál mín eru motocross, veiðar, útivist o.fl.
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 376274

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband