Laugardagur, 20. janúar 2007
Reynsluakstur Kawasaki fjórhjóli með snjóbeltum
Skemmtilegt tilbreyting átti sér stað í dag þegar við fengum símtal frá Hauki og Teddu í Nitró og okkur boðið að hitta þau við Skálafell þar sem tilgangurinn væri að reynsluaka Kawasaki KVF Brute Force 750 4x4 með sérstökum snjóbeltum. Ekki þurfti að bjóða okkur þetta tvisvar sinnum og við gerðum okkur klár í snatri, með tilheyrandi snjógöllum og að sjálfsögðu kaffinu. Það var sterk gola sem mætti okkur er við beygðum inn í Mosfellsdalinn og leist okkur svona hæfilega á þetta þar sem ljóst var að það yrði mjög kalt og það varð raunin. Þegar að Skálafelli var komið höfðu Tedda og Haukur þegar mætt á svæðið og Haukur svona nett fest bílinn hennar Teddu með hjólið aftan í. Hann var svo sem ekki lengi að losa bílinn, en það var skítkalt. Sterk golan gerði það að verkum að vindkælinginn var töluverð og maður þakkaði fyrir forsjálni frúarinnar fyrir að hafa tekið mikið af heitu kaffi.
Af reynsluakstrinum sjálfum er það að segja að fjórhjólið kom okkur nokkuð skemmtilega á óvart. Hreyfingarnar voru að vísu mjög frábrugðnar t.d. snjósleða eða fjórhjóli á hefðbundnum dekkjum og munaði þar helst um beygjuradíusinn. En fjórhjólið á beltunum svínvirkaði og fljótt gleymdist kuldinn. Allur vildu vera á þessu blessaða hjóli og ljóst að stutt er í fjórhjólabakteríuna hjá fjölskyldunni. Það var fátt sem virtist geta stoppað hjólið í snjónum og er ljóst að þetta er mjög svo skemmtilegur valkostur á móti snjósleðum hér á landi þar sem notagildið er jú mun meira þar sem menn taka einfaldlega beltinn af þegar snjórinn kveður og setja hefðbundinn dekk undir með tilheyrandi notagildi.
Frúinn skemmti sér konunglega á tækinu og krakkarnir vildu helst kaupa hjól strax í gær fyrir hádegi. Þannig að nú er eina ráðið mitt að halda mig frá Nitró á næstum dögum ef ég á að komast hjá þessari freistingu, en það verður líklega mjög erfitt. Persónulega hefði ég töluverðan áhuga á að mynda ákveðinn hóp fjölskyldna sem nýtti þetta tæki til ferðalaga bæði sumars og veturs.
Það er ljóst að Haukur og frú náðu að smita okkur alvarlega og mikið rætt um hvort að okkur dygði 2 hjól til framgreindra verka og leikja. Þannig að ég get bara sagt, "Takk Haukur og Tedda fyrir að smita okkur að enn einni bakteríunni"... Fyrir áhugasama skora ég á að skoða fyrirbærið hjá Nitró... Ég hef einnig sett nokrar myndir af þessu á netið og er hægt að sjá þetta á þessari slóð: http://sveppagreifinn.blog.is/album/ReynsluaksturfjorhjolsvidSkalaf/
Bloggvinir
Tenglar
Motocross síður
Ýmsir tenglar yfir motocross og keppnir
- www.ridingiceland.is Hjólaleiga fyrir innlenda sem og erlenda ferðamenn sem hafa áhuga að á kynnast landinu á hjóli. Endilega að kíkja á síðuna hjá honum Hafsteini
- Heimasíða VÍK Aðalsíðan í bænum. Upplýsingar um keppni, ástand brauta o.fl.
- KKA Akstursíþróttafélag Heimasíða KKA á Akureyri, margt fróðlegt
- RacerXill.com Ágætis síða um motorcross, keppnri og fleira
- AMA Motocross Official heimasíða AMA motocross
- FMX - freestyle Góð síða með upplýsingum um freestyle motocross
- Motocross Action Magazine Vefur útgáfanda Motocross Action Magzine
- TransWorld Motocross Ýmis fróðleikur um motocross og keppnir í gangi
- Dirtbikerider Heimasíða útgefanda DirtBikeRider, margt fróðlegt um motocross og enduro
- Dirtbike Off-Road Upplýsingar um hjól, hjólatest o.fl.
- Supercross.cc Mjög góð síða með upplýsingar um Supercross, miða á netinu o.fl.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Láttu ekki svona Sverrir. Ég er byrjaður að hita posann .. :D
aron (IP-tala skráð) 22.1.2007 kl. 10:05