Hvaleyrarvatn

Við fórum upp á Haleyravatn í dag í þeirri veðurblíða sem var í dag.  Þetta var skemmtileg ferð og alveg frábært að geta farið á þetta vatn sem er í næsta nágrenni við mann með tiltölulega lítilli fyrirhöfn.  Nokkrir hjólamenn voru þarna fyrir og tóku sumir hressilega á því í brautinni sem búið var að setja upp á vatninu.  Mjög gaman var að fylgjast með þeim sem voru að keppa sín á milli í brautinni og er hraðinn á þeim oft lygilegur.  Færið var þó nokkuð þungt þar sem það er búið að snjóa nokkuð mikið hér á höfuðborgarsvæðinu, alla vega fyrir litlu hjólin eins og 65cc. 

Björk fór á hjólið hennar Margrétar þar sem nýja hjólið hennar er ekki nelgt og sat ég hjá þar sem mitt hjól er heldur ekki nelgt í dag.  Kerla er bara orðin býsna seig á hjólinu og tekur hún miklum framförum í hvert sinn sem hún fer á hjól.  Það var virkilega gaman að sjá hvernig hún er farinn að beita hjólinu og lagði hún það nokkrum sinnum hressilega í beygjurnar með tilheyrandi "slide-i".  Litla manninum, þ.e. Óliver, fannst færið full þungt og tók því svona hæfilega á því. 

Hægt er að sjá myndir af þessari ferð á eftirfarandi slóð: http://www.sveppagreifinn.blog.is/album/Hvaleyravatn/ 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Sverrir Jónsson
Sverrir Jónsson
Ég heiti Sverrir Jónsson.  Helsta áhugamál mín eru motocross, veiðar, útivist o.fl.
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 376274

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband