Sunnudagur, 14. janúar 2007
Hvaleyrarvatn
Við fórum upp á Haleyravatn í dag í þeirri veðurblíða sem var í dag. Þetta var skemmtileg ferð og alveg frábært að geta farið á þetta vatn sem er í næsta nágrenni við mann með tiltölulega lítilli fyrirhöfn. Nokkrir hjólamenn voru þarna fyrir og tóku sumir hressilega á því í brautinni sem búið var að setja upp á vatninu. Mjög gaman var að fylgjast með þeim sem voru að keppa sín á milli í brautinni og er hraðinn á þeim oft lygilegur. Færið var þó nokkuð þungt þar sem það er búið að snjóa nokkuð mikið hér á höfuðborgarsvæðinu, alla vega fyrir litlu hjólin eins og 65cc.
Björk fór á hjólið hennar Margrétar þar sem nýja hjólið hennar er ekki nelgt og sat ég hjá þar sem mitt hjól er heldur ekki nelgt í dag. Kerla er bara orðin býsna seig á hjólinu og tekur hún miklum framförum í hvert sinn sem hún fer á hjól. Það var virkilega gaman að sjá hvernig hún er farinn að beita hjólinu og lagði hún það nokkrum sinnum hressilega í beygjurnar með tilheyrandi "slide-i". Litla manninum, þ.e. Óliver, fannst færið full þungt og tók því svona hæfilega á því.
Hægt er að sjá myndir af þessari ferð á eftirfarandi slóð: http://www.sveppagreifinn.blog.is/album/Hvaleyravatn/
Bloggvinir
Tenglar
Motocross síður
Ýmsir tenglar yfir motocross og keppnir
- www.ridingiceland.is Hjólaleiga fyrir innlenda sem og erlenda ferðamenn sem hafa áhuga að á kynnast landinu á hjóli. Endilega að kíkja á síðuna hjá honum Hafsteini
- Heimasíða VÍK Aðalsíðan í bænum. Upplýsingar um keppni, ástand brauta o.fl.
- KKA Akstursíþróttafélag Heimasíða KKA á Akureyri, margt fróðlegt
- RacerXill.com Ágætis síða um motorcross, keppnri og fleira
- AMA Motocross Official heimasíða AMA motocross
- FMX - freestyle Góð síða með upplýsingum um freestyle motocross
- Motocross Action Magazine Vefur útgáfanda Motocross Action Magzine
- TransWorld Motocross Ýmis fróðleikur um motocross og keppnir í gangi
- Dirtbikerider Heimasíða útgefanda DirtBikeRider, margt fróðlegt um motocross og enduro
- Dirtbike Off-Road Upplýsingar um hjól, hjólatest o.fl.
- Supercross.cc Mjög góð síða með upplýsingar um Supercross, miða á netinu o.fl.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.5.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 376274
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Erlent
- Ástralar liðka fyrir notkun vélmenna
- Fara fram á tveggja og hálfs árs dóm yfir Gjert
- Enn óvíst hvort Pútín mæti til friðarviðræðna
- Trump rýmkar löggjöf um gerviefni í drykkjarvatni
- Kennsluvél japanska hersins hrapaði
- Fækka starfsmönnum vegna aðgerða Trumps
- ESB skorti gagnsæi
- Frakka vilja kæfa efnahag Rússlands
- Trump lentur í Katar
- Skjálfti að stærðinni 6 við eyjuna Kasos