Sóheimasandshópurinn hittist og gerir sér glaðan dag

Tobba og Leó ákváðu að bjóða öllu liðinu, þ.e. foreldrum og börnum þeirra, sem voru í Sóheimaferðinni sem farin var í ágúst á síðasta ári.  Þetta var mikil veisla og lögðu allir eitthvað fram til máltíðarinnar.  Forrétturinn var rækjuréttur og smakkaðist hann mjög vel.  Aðalrétturinn var svo "lúnamúkt" nautakjört sem bráðnaði upp í munninum á manni með mjög góðri bernaisesósu.  Eftirrétturinn var "týramasú", kann ekki að skrifa þetta....:)  Eftir það var boðið upp á kaffi og léttar veitingar.

Mikil og góð stemming var í hópnum og voru allir sammála því að vel hefði tekist til og að þetta væri skemmtilegur hópur sem þarna var saman kominn.  Menn skeggræddu breytingar sem orðið höfðu á hjólakost og eru sumir orðnir ansi litaðir af þeim hjólum sem ekið er á akkúrat núna.  Urðu þetta hinar fjörugustu umræður og gaman að taka þátt í þeim.  Síðan var farið að skipuleggja næstu ferðir og er ljóst að ferð á Sóheimasand er á döfinni á næstunni.

 Ég þakka fyrir mig og mína þetta kvöld og hlakka til að hitta fólkið aftur við fyrsta tækifæri.  Hér eru nokkrar myndir úr boðinu: http://www.sveppagreifinn.blog.is/album/MatarbodSoheimasandslidsins/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk sömuleiðis fyrir frábært kvöld! Bara stuð.... :D:D:D

Freyja (IP-tala skráð) 14.1.2007 kl. 19:22

2 identicon

Tak for sidst!  Þessi hópur er sko kominn til að vera!!!!  EÐALPAKK!!!

Kv Berglind HONDA

Berglind (IP-tala skráð) 15.1.2007 kl. 08:57

3 identicon

Takk fyrir frábært kvöld og frábæra skemmtun. Hlakka til að hittast aftur.

Verðum við ekki að drífa okkur að hjóla saman ? Ísinn næstu helgi... ?

Aron icemoto (IP-tala skráð) 15.1.2007 kl. 17:20

Höfundur

Sverrir Jónsson
Sverrir Jónsson
Ég heiti Sverrir Jónsson.  Helsta áhugamál mín eru motocross, veiðar, útivist o.fl.
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 376274

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband